Goðasteinn - 01.09.1999, Page 331
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Halldór Georg á stríðsárunum með
skipinu Pétursey. Þrjár yngri systur
Sóleyjar eru við lát hennar einar eftir af
þessum stóra systkinahópi.
Þegar Sóley var um tveggja ára að
aldri fluttist hún með fjölskyldu sinni
til Suðureyrar við Súgandafjörð og þar
átti lnin sín bernskuspor og æskuleiki.
Við þann stað átti hún bundnar ljúfar
og helgar minningar alla ævi, við
æskuheimilið, bryggjuna og fjörðinn
sem voru leiksvæði hennar og lífsum-
gjörð á viðkvæmu vaxtarskeiði.
Þegar aldur leyfði fór Sóley að
vinna fyrir sér utan heimilis. Um tví-
tugsaldur fór hún á sumrum til Siglu-
fjarðar í síldarsöltun, - og á vetrum í
vist til Reykjavíkur. Síðar fór hún sem
ráðskona við útgerð bræðra sinna til
Sandgerðis margar vertíðir, og þar lágu
leiðir þeirra saman, hennar og verðandi
lífsförunautar hennar, Jóns Einarssonar
frá Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi. Þau
höfðu raunar kynnst áður, er þau voru
bæði í sfldinni á Siglufirði.
Þau Sóley og Jón byrjuðu að búa í
Keflavík árið 1938 en ári síðar lést
faðir Jóns, Einar í Vestri-Garðsauka og
um vorið eftir, árið 1940 fluttust þau
austur og tóku við búi á föðurleifð Jóns
í Garðsauka. Ráku þau þar stórt bú og
bjuggu jafnhliða með kýr, sauðfé og
hross, endajörðin víðlend og grasgefin.
Ahugi mestur og yndi mun hafa verið
af hrossaræktinni enda fór víða orð af
Garðsaukastóðinu og var margur gæð-
ingurinn þaðan kominn.
Árið 1967 fluttu Sóley og Jón
heimili sitt upp á Hvolsvöll en ráku
áfram bú sitt í Garðsauka - enda um
skamman veg að fara þar á milli. Þann-
ig varð það hlutskipti stúlkunnar úr
hinu vestfirska sjávarþorpi að verða
húsmóðir á stórbúi í sunnlenskri sveit.
Mun hún hafa unað því vel, þrátt fyrir
erfiði og annríki og einatt langan
vinnudag, enda var hún hraust og sterk-
byggð og heilsugóð fram eftir aldri,
þótt síðar yrði nokkuð undan að láta
eins og flestum fer þegar ævi tekur að
halla. Sóley hafði yndi af gróðri og
ræktun, var með græna fingur eins og
sagt er eins og sjá mátti í garði hennar
og gróðurhúsi. Hún var einnig lagin að
hjúkra ungu lífi, hverrar tegundar sem
var, og bæta og græða það sem vanheilt
var og hjálparþurfi. Hún var félagslynd
og átti líka sterka réttlætiskennd og
næman skilning á annarra högum. Og
þrátt fyrir annríki og erfiði dagsins átti
hún létta lund og glaðvært sinni sem
einatt gat fengið þá sem hún umgekkst
til að sjá lífið og tilveruna í bjartara
ljósi. Er það vissulega dýrmætur eigin-
leiki hverjum þeim sem á, - og ekki
síður þeim sem fá að njóta.
Þau Sóley og Jón eignuðust fjögur
börn og er Sjöfn Halldóra þeirra elst,
síðan Einar, þá drengur sem dó í fæð-
ingu og yngst er Guðrún. Barnabörn
þeirra Sóleyjar og Jóns eru 6 talsins.
Auk eigin barna voru mörg önnur börn
og unglingar á heimili þeirra til sumar-
dvalar og við sumarvinnu, og ntörg
þeirra svo árum skipti, og tóku tryggð
við heimili og húsbændur svo haldist
hefur gegnum árin. Þess eru jafnvel
dæmi að látið hafi verið heita í höfuð
húsmóðurinnar, þegar eigin börn komu
til sögunnar. Slík tryggðarbönd segja
meira en nokkur orð fá tjáð.
Eftir að Sóley flutti upp á Hvols-
völl vann hún lengi á saumastofu hjá
Einari Árnasyni auk sinna húsmóð-
-329-