Goðasteinn - 01.09.1999, Page 303
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
frændgarðs og var ávallt reiðubiiin til
þess að leggja sitt af mörkum í hverju
því sem með þurfti, systkinum sínum
og systkinabörnum og öðrum ættingj-
um til stuðnings og uppörvunar, - eins
og líka til samfagnaðar á stórum stund-
um og gleðiríkum í lífi fjölskyldunnar.
Trygglyndi hennar og höfðings-
lund vermdi í kringum sig svo að hún
naut vináttu og væntumþykju þeirra
sem til þekktu og þá ekki síður fyrir
glaðværð og létta lund. Og líka um leið
fyrir skemmtilega orðheppni - og líka
ákveðni, því að luin var mjög skipu-
lögð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur
og vildi hafa allt í röð og reglu í
kringum sig. Ingibjörg var stálminnug
og hélt andlegum kröftum til síðasta
dags, - og lét sér ávallt mjög annt um
ættingja sína og vini og fylgdist með
hverjum og einum þótt árum fjölgaði
og aldurinn væri orðinn hár.
Ingibjörg veiktist skyndilega um
miðjan desember 1997 og var þá flutt á
Landspítalann, þar sem hún naut um-
önnunar og hjúkrunar þar til yfir lauk.
Andlát hennar bar að höndum þar á
Landspítalanum föstudaginn 9. janúar
1998
Útför hennar fór fram frá Stóra-
Dalskirkju laugardaginn 17. janúar
1998.
Si: Sváfnir Sveinbjarnarson
Ingibjörg Kristín
Sigurðardóttir, Bjálmholti
Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir
var fædd í Bjálmholti hinn 6. janúar
1909. Að henni stóðu sterkir stofnar
rangæskra ætta, en foreldrar hennar
voru hjónin Borghildur Þórðardóttir frá
Sumarliðabæ og Sigurður Sigurðsson
frá Bjálmholti. Hún var yngst 5 syst-
kina en þau voru Sigurjón, f. 1895,
bóndi í Raftholti, Ólafía, f. 1896, hús-
freyja í Bjálmholti, Þórhildur, f. 1901,
húsfreyja í Árbæ, og Guðrún, f. 1903,
húsfreyja í Reykjavík, þá var hálf-
bróðirinn Júníus, f. 1902, og uppeldis-
bróðirinn Óskar Ögmundsson, f. 1898.
Eru þau nú öll látin.
Ingibjörg ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systkinum sínum og tók skjótum
þroska við holla heimilishætti og fjöl-
breytileg störf. Bernskan leið og var
ungri stúlku dýrðleg ár og mótaði
næmni hennar til landsins og náttúr-
unnar. Hún teygaði í hrifningu fegurð
landsins, og í Bjálmholti er fagurt um
að litast. Bærinn stendur undir skjól-
sælli brekku sem skýlir fyrir nöprum
vetrarvindum. Fram undan víðáttan og
-301-