Goðasteinn - 01.09.1999, Side 260
ANNALAR1998
Goðasteinn 1999
Skólar
Eitt af þemaverkefnum yngri nemenda í Laugalandsskóla.
verkum eldri nemenda Laugalandsskóla
sem Gunnar Örn Gunnarsson myndlistar-
maður setti upp. Gætti þar fjölbreyttra
sýnishorna af því sem þessir fyrrum nem-
endur skólans eru nú að starfa að í list
sinni, s.s. málverk, gull- og silfursmíði,
skúlptúr, og handunnir munir úr gler og
hraungrjóti. Eftirfarandi eldri nemendur
áttu verk á sýningunni: Brynja Grétars-
dóttir, Börkur Jónsson, Engilbert Tangol-
amos, Guðlaug Sigurðardóttir, Guðrún
Gyða Ölvisdóttir, Hekla Guðmundsdóttir,
íva Sigrún Björnsdóttir, Ómar Smári
Kristinsson, Páll Sveinsson, Sigurbjörg
Elimarsdóttir, Sigurður Jónasson, Sveinn
Sigurjónsson og Þórunn Sigurðardóttir.
Á hátíðarsamkomunni þennan dag söng
kór skólans, nemendur léku á hljóðfæri og
ræður og ávörp voru flutt. Bárust skólan-
um margar góðar gjafir, nr.a. frá sveitar-
félögunum tveimur sem að skólanum
standa, leikskólanum á Laugalandi, Brynju
Grétarsdóttur myndlistakonu og ýmsum
öðrum. Skólastjóri þakkaði fyrir góðar
gjafir og allan hlýhug og heillaóskir í garð
skólans og þess starfs sem þar er unnið, og
að lokum var boðið upp á glæsilegar kaffi-
veitingar.
Þegar litið er yfir sögu skólans að
Laugalandi, þau fjörtíu ár sem hann hefur
starfað má segja að í dag er starfs- og
námsaðstaða innan veggja hans öll til
fyrirmyndar. Er skólinn var byggður á
sínum tíma þótti húsakostur þar á bæ
mikill og voru börnin í heimavist fyrstu 10
árin, en þá var tekinn upp skólaakstur, ekki
aðeins vegna breyttra viðhorfa á heima-
vistarhaldi, heldur og vegna þess að skóla-
húsnæðið var þá þegar orðið of lítið og
hamlaði skólastarfi. Var þá tekin ákvörðun
um að byggja við skólann og sumarið 1981
var hafist handa við framkvæmdir. Var
byggt nýtt og glæsilegt íþróttahús,
mötuneyti og eldhús, bókasafn, kennslu-
rými aukið til muna, og á útmánuðum
1994 var tekin í notkun ný útisundlaug.
Auk þess var ákveðið að hlutaðeigandi
sveitarfélög skyldu hafa þar skrifstofur
sínar og félagsaðstöðu, þannig að nú þjón-
ar Laugaland ekki aðeins sem skóli, heldur
og sem menningarmiðstöð fyrir íbúa sveit-
anna.
Laugalandsskóla sækja nemendur frá 1.
upp í 10. bekk gunnskóla úr Holta- og
Landsveit og Ásahreppi og eru 10 kenn-
arar starfandi við skólann.
Sigurjón Bjarnason skólastjóri
-258-