Goðasteinn - 01.09.1999, Page 267
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Kórar
Landsmótin
Fyrstu fjögur starfsárin stjórnaði Mar-
grét Runólfsson í Fljótsdal þessum litla
kór, sem nefndi sig þá „Slaufurnar“, en
áður en kórinn fór á fyrsta Landsmót fs-
lenskra kvennakóra, sem haldið var í
Ýdölum í Aðaldal S.-Þing. dagana 1,- 3.
maí 1992, var kosið um nafn á kórinn og
hlaut hann þá nafnið „Ljósbrá.”
Kvennakórinn hefur starfað óslitið frá
stofnun, en þar ber hæst þegar Margrét í
Fljótsdal fór með kórinn skipaðan 12
konum á áðurnefnt landsmót norður í
Aðaldal, þar sem Kvennakórinn Lissý,
undir styrkri stjórn Margrétar Bóasdóttur,
sópransöngkonu, stóð fyrir landsmóti af
miklum skörungsskap. Það er þeim sem
fóru norður ógleymanleg og lærdómsrík
ferð. Þarna mættu fimm kvennakórar og
því mikið sungið og slegið á létta strengi.
Annað Landsmót ísl. kvennakóra var
haldið í Reykjavík dagana 23,- 25.júní
1995. Kvennakórinn Ljósbrá fór ekki á það
inót, var þá um sinn söngstjóralaus, enda
hefur kórinn ekki starfað á sumrin.
Þriðja Landsmót ísl. kvennakóra var
haldið dagana 24.- 26. okt. 1997 í Reyk-
holti Reykholtsdal í Borgarf., þar sem
Freyjukórinn í Borgarfirði stóð fyrir móts-
haldi af miklum myndarskap, með
Margréti Bóasdóttur í fararbroddi sem
mótsstjóra. Kvennakórinn Ljósbrá, undir
stjórn Eyrúnar Jónasdóttur, mætti á mótið
ásamt fimm öðrum kvennakórum, og
ómaði nýja kirkjan í Reykholti því af mikl-
um og fögrum söng þessa daga, þar sem
góður hljómburður kirkjunnar naut sín vel.
Stefnt er að því að mæta á fjórða
Landsmót Isl. kvennakóra, sem verður
haldið á Siglufirði í okt. 1999.
Fyrstu fimm árin voru þetta 12-15 kon-
ur sem sungu í kórnum, en haustið 1993
var ákveðið að auglýsa eftir konum í
kórinn til að efla kórstarfið. Viðbrögðin
við auglýsingunni voru ótrúleg. því að á
fyrstu æfingu haustsins, sem var 21. sept.
1993 mættu 45 konur, en sumar þeirra
dvöldu nú ekki lengi í kórnum, af ýmsum
ástæðum.
Núna eru 35-40 konur að jafnaði í
kórnum úr flestum sveitum Rangárvalla-
sýslu. Æft er til skiptis í austur- og vestur-
hluta sýslunnar, og eru æfingar á þriðju-
dagskvöldum.
Sérstakir tónleikar
Þegar kórinn var orðinn þetta fjölmenn-
ur þá var farið að hugleiða að takast á við
stærri verkefni. Það var framkvæmt, og 7.
des. 1993 hélt Kvennakórinn Ljósbrá,
undir stjórn Stefáns Þorleifssonar, að-
ventustund í Stóra- Dalskirkju, sem heppn-
aðist vel. Þarna var merkur áfangi hjá
kórnum, þar sem þetta voru fyrstu tón-
leikar sem kvennakórinn stóð alfarið einn
að.
A aðventunni árið eftir hélt kórinn
einnig aðventutónleika í Odda og Stóra-
Dalskirkjum. Nokkurt hlé varð á aðventu-
söngvum hjá kvennakórnum, en á aðal-
fundi kórsins haustið 1997 var samþykkt
að taka þráðinn upp aftur og fá alla kóra
sýslunnar með. Það voru auk Kvenna-
kórsins Ljósbrár barnakórar, kirkjukór-
arnir, Karlakór Rangæinga og Samkór
Rangæinga. Aðventutónleikar þessir voru
haldnir í nýja íþróttahúsinu á Hvolsvelli 6.
des. 1997. þar söng hver kór fáein lög, en
kirkjukórarnir sungu allir sameiginlega,
einnig flutti prófastur, sr. Sváfnir Svein-
bjarnarson. bæn og blessun, og í lokin
sameinuðust allir kórarnir og sungu
sálminn „Sjá himins opnast hlið“ og
„Nóttin helga“. Að líkindum er þetta fjöl-
mennasti kór sem hefur stigið á svið hér í
Rangárvallasýslu. Stjórn Kvennakórsins
Ljósbrár sá um skipulagningu þessarar
samkomu ásamt þáverandi söngstjóra
sínum, Eyrúnu Jónasdóttur. Þetta var fjöl-
sótt og vel heppnuð samkoma.
Öll þessi ár hefur Kvennakórinn átt
mjög gott samstarf við Karlakór Rang-
-265-