Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 34
Goðasteinn 1999
verið, eru engar líkur fyrir því að hann
hafi búið á Grund, enda er hans hvergi
getið þar, eða að þeir Jón og Þórður
hafi verið synir hans, og frú Þuríður
kona hans eins og sumir hafa talið.
Þá hefur því oft verið haldið fram að
Sighvatur Hálfdánarson hafi einhvern
tíma búið á Grund, en fyrir því eru
hæpin rök. Oft er til þess vitnað að í
rekaskrá Hólastaðar sem talin er frá
1296, er getið um Sighvat nokkurn,
sem var eigandi að rekaítökum á
nokkrum stöðum á Melrakkasléttu. I
hinni prentuðu útgáfu fornbréfasafnsins
stendur innan hornklofa á bls. 314 II.
bindi„Rekar Sighvats á Grund“. Það
sem stendur innan hornklofa er yfirleitt
skýringar útgefanda, en ekki tekið úr
frumriti, og í nafnaskránni aftan við er
bara talað um Sighvat rekaeiganda fyrir
Norðurströndum, en ekki Sighvat á
Grund. Þetta virðist mér benda til að
Grund sé ofaukið í textanum. Og sé
svo, þá er ekkert sem bendir til að Sig-
hvatur hafi nokkurn tíma búið á Grund.
Um Sighvat er það annars að segja,
að hann byrjaði búskap í Odda en var
hrakinn þaðan burt í staðamálum, fór
þá í húsmennsku að Skipholti til mágs
síns, Arna nokkurs Jónssonar, en um
1277 flutti hann að Keldum og hefur
trúlega búið þar til æviloka. Hans er
síðast getið árið 1305, en dánarár hans
þekkist ekki.
Ekki er kunnugt um konu Sighvats,
og engin börn hans þekkjast. Engin
Sighvatsbörn, sem líklegt er að séu
hans börn og því allt eins líklegt að
hann hafi dáið niðjalaus. í biskupasög-
um er getið um Gróu bróðurdóttur
herra Sighvats, sem virðist hafa staðið
fyrir búi á Keldum, og síðar eignaðist
01 i Svarthöfðason prestur í Odda Keld-
ur, eins og áður segir.
En aftur að Grundarerfðum.
Svo sem áður segir hlýtur frú Vil-
borg í Vatnsfirði að hafa átt Grund, þar
sem sölubréfi Grundar frá 1395, þegar
Björn sonarsonur hennar selur hálfa
Grund, segir að á jörðinni „skuli vera
kvengildur ómagi af ætt frú Vilborgar“.
Jón Hákonarson í Víðidalstungu átti
hinn helming Grundar og seldi hann
árið 1395, þar segir að „kvengildur
ómagi sé á allri jörðinni“. Mér virðist
einsætt að hér sé á báðum stöðum um
eina og sömu ómagaskylduna að ræða,
og það bendir ótvírætt til þess að frú
Vilborg hafi átt alla Grund. Hvernig
Jón Hákonarson eignaðist Grund er
ekki vitað, hann hlýtur að hafa keypt
hana, þó að það sé nú ekki kunnugt. Sú
kenning að Jón hafi verið systursonur
Grundar-Helgu stenst ekki, þar sem
Helga átti ekki Grund, og Jón getur
ekki hafa verið af frú Vilborgu kominn.
Hann gæti hinsvegar hafa verið skyldur
Grundarmönnum, þó að það verði nú
ekki rakið saman. Sama er að segja um
kaupanda Grundar, séra Halldór Lofts-
son.
En um ætt frú Vilborgar er það að
segja að hún hlýtur að vera af ætt
Steinvarar á Keldum, einfaldast væri
að hún hefði verið sonardóttir Lofts
Hálfdánarsonar fremur en dótturdóttir.
Að vísu þekkist enginn maður um þetta
leyti með nafninu Sigurður Loftsson,
-32-