Goðasteinn - 01.09.1999, Page 336
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
góðu nágrenni, sem þau voru þakklát
fyrir og þau tókust saman á við nýja
tímann, vélvæðinguna, þurrkun lands-
ins og ræktun og byggðu sér nýtt íbúð-
arhús 1955. Börnin þeirra tókust á við
störfin með þeim og sumarbörnin, en
þau löðuðust að Vigdísi, sem var alltaf
tilbúin að gefa þeim tíma sinn, leið-
beina og með hlýju og öryggi hennar
var ósk barnanna að geta gert það sem
beðið var um og trúað fyrir og þegar
þau gerðu vel, var því ekki gleymt að
þakka fyrir og hrósa. Systurnar fluttust
að heiman og stofnuðu sín heimili en
Guðjón var með foreldrum sínum í
búskapnum og myndaði félagsbú með
þeim 1970. Þá var byggt nýtt fjós og
hlaða og Guðjón byggði sitt eigið íbúð-
arhús.
12. mars 1986 dó Anton og bjó þá
Vigdís áfram í íbúðarhúsinu sínu og
hjálpaði syni sínum við bústörfin svo
lengi sem hún hafði þrek til. Á heimil-
inu var gleði hennar eins og áður að
Halldóra Guðjónsdóttir
frá Nefsholti
- látin 1997 -
taka á móti gestum og veita, og barna-
börnin urðu eins og sólargeislar sem
hún fylgdist með stolt og glöð. Þá kom
yfir hana þetta fas, sem hún hafði svo
oft borið yngri, einkum þegar hún
skartaði í íslenska þjóðbúningnum, svo
glæsileg með eins og innri birtu sem
kom fram í brosi hennar.
1996 flutti hún að Kirkjuhvoli
Hvolsvelli, þar sem hún naut umönn-
unar sem hún var þakklát fyrir. Hún
hafði verið heilsuhraust alla ævi og var
þeirrar gerðar að hún gat ekki verið
iðjulaus. Hún hafði yndi af lestri
spennandi bóka og var síprjónandi á
efri árum
8. júlí var hún flutt með bráðahvít-
blæði á Landspítalann í Reykjavík, þar
sem hún andaðist aðfaranótt 16. júlí
1998. Útför hennar fór fram frá Akur-
eyjarkirkju 25. júlí.
Si: Halldór Gunnarsson í Holti.
Frænka mín, hún Dóra
Mig langar að minnast Halldóru
móðursystur minnar, sem lést 31. júlí
1997. Halldóra var fædd að Nefsholti í
Holturn 16. ágúst árið 1905, sjötta í
röðinni af átta börnum hjónanna
Sólveigar Magnúsdóttur og Guðjóns
Jónssonar, sem þar bjuggu. Systkini
hennar voru sem hér segir í aldursröð:
Benedikt bóndi í Nefsholti, f. 1896, d.
1991, Þuríður húsfreyja í Reykjavík, f.
1898 , d. 1988, Málfríður lengst vinnu-
kona í Litlu-Hildisey f. 1900, d. 1966,
Júlía húsfreyja á Þingskálum, f. 1902,
d. 1995, drengur dó í fæðingu 1903,
Halldóra sem hér er minnst, Eyfríður
-334-