Goðasteinn - 01.09.1999, Page 313
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
innan fárra missera, og vann þar við
húshjálp næstu árin. Um skeið átti hún
heima hjá frænku sinni, Ingu Jónatans-
dóttur og Jóni Einarssyni manni hennar
í Kópavogi, sem minnast veru hennar
hjá sér hlýjum þakkarhuga. 1975 fór
Líney á Dvalarheimilið As í Hvera-
gerði og 7 árum síðar að Lundi á Hellu,
þar sem hún átti athvarf og heimili eftir
það, og naut vissulega um leið ná-
grennisins við Pál son sinn sem var
henni innan handar um flesta hluti og
sinnti vel um móður sína. Síðustu árin
var Líney þrotin að heilsu og kröftum.
Hún dó á Lundi 22. október 1998, 91
árs að aldri. Líney var jarðsett í Odda
31. október 1998.
Si: Sigurður Jónsson í Odda
Kristín Sigfúsdóttir,
Hólavangi 14, Hellu
Kristín var fædd í Hróarsholti í
Villingaholtshreppi í Llóa hinn II.
október árið 1910. Loreldrar hennar
voru hjónin Sigfús Thorarensen, bóndi
þar, sonur Skúla Thorarensen læknis á
Móeiðarhvoli og konu hans, Ragn-
heiðar Þorsteinsdóttur Helgasonar
prests í Reykholti, og eiginkona hans,
Stefanía, dóttir séra Stefáns Stephensen
á Mosfelli og konu hans, Sigríðar
Gísladóttur Isleifssonar prests í Kálf-
holti. Var Kristín yngst sjö barna þeirra
Sigfúsar og Stefaníu, sem öll eru nú
látin, en hin voru Sigríður, Skúli,
Ragnheiður, Steinunn, Stefán og Helgi.
Kristín ólst upp í faðmi fjölskyldu
sinnar í Hróarsholti á rausnarlegu
menningarheimili, þar sem hún þáði í
arf kosti hins besta er að henni stóð og
mótaði vitund hennar og viðhorf til
Iangframa. Söngur og tónlistariðkun
var í hávegum höfð á heimilinu. Sigfús
faðir hennar söng í Hraungerðiskirkju
um áratuga skeið, og þar Iék Kristín
um tíma á unglingsárum sínum á orgel-
harmóníum við guðsþjónustur. Þá
kunnáttu þjálfaði hún þó ekki fram á
fullorðinsár, og vera kann að þar hafi
valdið nokkru skert heyrn hennar
vegna veikinda í æsku, sem háði henni
æ síðan.
Hún varð læs óvenju snemma, og
allt í frá þeim dögum fram til hins
síðasta var hún mikil bókamanneskja,
sem heyjaði sér mikinn forða þekk-
ingar og fróðleiks er stóð henni traustur
í minni.
Langrar skólagöngu naut Kristín
ekki umfram tvo vetur í Kvennaskól-
anum í Reykjavík, þangað sem hún
fluttist með fjölskyldu sinni laust fyrir
1930. Þar stundaði hún síðar ýmis störf
og var einnig á þeim árum kaupakona
nokkur sumur hjá Steinunni systur
sinni og Boga mági sínum í Kirkjubæ á
Rangárvöllum.
Kristín var vinnusöm manneskja
-311-