Goðasteinn - 01.09.1999, Page 286
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Jóhanna bjó manni sínum yndislegt
heimili með sérstökum garði, sem hlaut
margar viðurkenningar.
Störf Arna í þágu bænda voru í
byrjun erfið, þegar hann tók sæti í
Harðærisnefndinni til að leita úrlausna
fyrir verst settu bændur landsins og
síðan nýjar nefndir sem hann var for-
maður fyrir með sömu viðfangsefnum,
að koma þeim verst settu til hjálpar. A
sama tíma var hann ráðinn erindreki
hjá Stéttarsambandi bænda og varð sá
einstaklingur sem alltaf var kallaður til,
þegar mest á reyndi, til að finna leiðir
til úrlausnar, til að semja lagafrumvörp,
til að útskýra og rökræða og til að finna
sátt um í erfiðum átakamálum. Það
kom í hlut hans að finna leiðir til
stjórnunar á framleiðslunni og leggja
frarn tillögur, fyrst kvótakerfið 1979 og
búmarkið í framhaldi sem meðaltal af
framleiðslu áranna 1976 til 1978, og
síðan að vinna þessum hugmyndum
fylgi á bændafundum um allt land.
Enginn fremur en Arni gat það. Hann
þekkti nánast hvert einasta býli og
hvern einasta bónda og af fyrri störfum
í þágu bænda átti hann traust þeirra
allra nær undantekningarlaust. Allir
vissu að Arni bar hag bænda fyrir
brjósti og barðist fyrir hag þeirra sem
bjuggu við erfiðustu kjör. Þannig upp-
fyllti hann lífslögmál sitt, að hugsa um
hag hins íslenska bónda, því enginn
þekkti betur þessa erfiðu tíma tak-
mörkunar í framleiðslu og fyrirsjáan-
lega tekjurýrnun og samdrátt. A
bændafundum var hann öllum ræðu-
mönnum rökfastari og eftirminnilegur
ræðumaður, sem hafði sérstakt lag því
að vinna að samkomulagi og sáttum
milli manna.
Hann vann hjá Stéttarsambandi
bænda til ársins 1986 og síðan í 5 ár til
1991 hjá Framleiðsluráði landbún-
aðarins. Jafnframt þessum störfum
vann hann að málum veiðifélaga og var
formaður Veiðimálanefndar í 17 ár og í
12 ár var hann yfirkjötmatsmaður á
Suður- og Vesturlandi. Til hans var
leitað og alltaf vildi hann gera sitt
besta, að skulda ekki neinum neitt
nema það að hafa lagt sig fram með því
að kynna sér málið til hlýtar og leggja
síðan til úrlausn, sem hann vissi besta.
Arni var alltaf störfum hlaðinn, þannig
að frístundir voru fáar, en það var stult
í keppnismanninn í honum, gaman
hafði hann af að fylgjast með íþróttum
og alltaf þótti honum jafn gaman að
spila bridge.
Þannig liðu árin þeirra. Þau höfðu
verið heilsuhraust en Arni hafði gengið
undir hjartaaðgerð erlendis 1983 og
fengið nær fullan bata, en Jóhanna
hafði smátt og smátt misst heilsu og
dvalið af og til á Vífilstöðum. 11. mars
veiktist Árni skyndilega og var lagður
inn á Landspítalann í Reykjavík og
andaðist daginn eftir, 12. mars. Jó-
hanna andaðist á Vífilsstöðum 4
dögum síðar, 16. mars. Utför þeirra
beggja fór fram í Fossvogskirkju 23.
mars.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
-284-