Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 297
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
hversu víðlesinn hann var, glaður og
jafnvel glettinn. Hann var ekki allra, en
vinafastur var hann. Guðmundur var
sérstakur skepnuhirðir. Dýrin öll í
Gularási báru honum vitni, hvernig
hann gaf þeim og hirti.
Systkinin voru gestrisin og hjarta-
glöð, þannig að þeir sem komu í heim-
sókn fundu þessa sérstæðu útgeislun,
að líða vel í návist þeirra og njóta þess
sem veitt var
1978 brugðu þau búi og fluttust að
Hverahlíð 17 í Hveragerði hjá Asi,
þaðan sem þau fengu aðstoð. Þar varð
hann sáttur við hlutskipti sitt. Fyrstu
árin stundaði hann garðyrkjustörf þar
og víðar í Hveragerði. Systkini hans
voru orðin heilsulaus, Guðný lést 1982
, Einar ári síðar og Þórunn 1991. Þegar
voraði hlakkaði hann til sumarferðar í
Landeyjar til að hitta þar sveitunga sína
og vini. Guðmundur var alltaf jafn
tryggur sveitinni sinni og vildi eiga
lögheimili sitt í Gularási. Svo var allt
til síðasta árs, þegar hann fékk slag og
var fluttur á Elliheimilið Grund í
Reykjavík, þar sem hann naut
hjúkrunar til kveðjustundar, sem varð
26. febrúar 1998 og fór útför hans fram
frá Krosskirkju 7. mars. Tryggð sína til
sveitar og kirkju sýndi hann með því að
ánafna Krosskirkju allar eigur sínar og
er það hér þakkað.
Si: Hallclór Gunnarsson í Holti.
Guðni Kristinsson, Skarði,
Landi
Lokið er lífsgöngu höfðingjans og
rausnarbóndans í Skarði. Guðni Krist-
insson er fallin frá. Guðni var Rang-
æingur að ætt og uppruna. Að honum
stóðu sterkir stofnar dugandi merkis-
bænda langt aftur í ættir. Hann var
fæddur f Raftholti í Holtum, þar sem
foreldrar hans, hjónin Kristinn Guðna-
son frá Skarði og Sigríður Einarsdóttur,
Ijósmóðir frá Berjanesi í Landeyjum,
bjuggu um nokkur ár, sem og í Haga í
Holtum. Þau fluttust síðan árið 1930 að
ættaróðalinu Skarði á Landi þegar
Guðni var 4 ára og í Skarði átti hann
sinn æskureit og allan starfsdag. Ætt
Guðna hefur búið í Skarði nú í eina og
hálfa öld eða frá því að Jón Arnason
frá Galtalæk settist þar að um miðja
síðustu öld. Hann var þriðji í röð 5
systkina, en fjögur náðu fullorðins
aldri. Elst var Laufey, f. 1920, en dó
barn að aldri árið 1925, Guðrún
Sigríður, f. 1921, húsfreyja að Hvammi
á Landi, þá Guðni, f. 6. júlí 1926, næst-
ur honum var Hákon, f. 1928, kaup-
maður í Keflavík er andaðist 1995,
-295-