Goðasteinn - 01.09.1999, Page 293
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
I Vestmannaeyjum unnu þau hörð-
um höndum til að öngla saman ein-
hverju fé til stofnunar framtíðarheimil-
is. Arið 1936 réðust þau í uppbyggingu
nýbýlisins Fögruhlíðar sem tekið var út
úr Kotmúlajörðinni, lítt ræktarlegum
hluta þeirrar ágætu jarðar.
Börn Guðmundar og Sigurlaugar
eru þessi í aldursröð:
Ingilaug Auður, f. 9. maí 1935,
húsfreyja að Núpstúni í Hrunamanna-
hreppi, gift Brynjólfi Guðmundssyni
bónda þar.
Steinunn Auður, f. 5. des. 1937,
matráðskona við Fljótshlíðarskóla, gift
Svavari Guðlaugssyni fyrrv. starfs-
manni Sláturfél. Suðurl. Þeirra börn eru
Guðmundur f. 1963, ólst að miklu leyti
upp hjá afa sínum og ömmu í Fögru-
hlíð og Sigurlaug Hrund, f. 1967.
Næstur er Theódór Aðalsteinn, f.
15. sept 1943, verkstj. Skógræktar rík-
isins á Tumastöðum, kvæntur Brynju
Bergsveinsdóttur tækniteiknara, starfar
hjá Rafmagnsveitu ríkisins. Þeirra börn
eru Guðni Sveinn f. 1967, Hlynur Snær
f. 1970og Bergsveinn f. 1982.
Yngstur er svo Guðjón, f. 15. des.
1950, verkstj. hjá Sláturfél. Suðurl. á
Hvolsvelli, kvæntur Ágústu Guðjóns-
dóttur snyrtifræðingi. Þeirra börn eru
Ragnheiðurf. 1977 ogÞórirf. 1980.
Mér er sagt að Guðmundur Guðna-
son hafi verið maður geðgóður og
glaðlyndur, en snöggur upp á lagið ef
svo bar við; hafði tamið sér það að láta
í ljós umbúðalaust skoðanir sínar og
hugsanir. Hann var átakagóður í sam-
vinnu og útsjónarsamur, trúr hug-
sjónum sínum og traustur vinur, stoltur
og sjálfbjarga.
Orð fór af Guðmundi fyrir ræktun-
arhæfileika og er mér sagt að hann hafi
verið með fyrstu mönnum að sá í ör-
foka sandlendi með merkum árangri.
Hann var einnig góður fjárræktarmaður
og fékk það besta og mesta út úr hverri
skepnu. Hann var einn af stofnendum
fjárræktarfélagsins Hnífils í Fljótshlíð.
Hann var forðagæslumaður hér í sveit
til fjölda ára og gegndi því starfi sem
öðru af stakri trúmennsku, hafði stund-
um meiri samúð með skepnunum en
eigendunum ef honum fannst þrengja
að.
Guðmundur var óragur við að til-
einka sér nýjungar í búskaparháttum, ef
hann á annað borð taldi í þeim fólgnar
framfarir og gilti þá einu hvort um var
að ræða ný tól og tæki eða nýjar að-
ferðir og athafnir. Og sú framsýni skil-
aði honum árangri.
Hann var félagslyndur maður og Iá
ekki á liði sínu þegar tónlist var annars
vegar en endranær, spilaði á harm-
onikku á dansleikjum og skemmtunum
til margra ára og ekki fór heldur kirkj-
an varhluta af framlagi hans til menn-
ingar- og tónlistarmála, því ásaint Odd-
geiri mági sínum og Helga í Bollakoti
söng hann bassa í kirkjukórnum um
áratuga skeið.
Guðmundur andaðist 12. sept.
1998, og var útför hans gerð frá
Breiðabólstaðarkirkju 26. okt. 1998.
Sr. Önundur S. Bjömsson á
Breiðabólsstað
-291-