Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 239
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Kvenfélög
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Starfsárið 1998 var með hefðbundnu
sniði hjá Kvenfélaginu Einingu í Hvol-
hreppi. Það byrjaði með skyggnilýsinga-
fundi sem Þórhallur Guðmundsson miðill
sá um. Þar voru margir mættir, bæði héðan
og þaðan, og þótti fundurinn takast með
ágætum. Undanfarin ár höfum við barist
við að selja blóm í byrjun þorra með mjög
misjöfnum árangri, veðrið bauð ekki alltaf
upp á blómasölu og voru konur kaldar og
hraktar og túlipanarnir ekki alltaf mjög
reistir svo ákveðið var að breyta til og efna
til skyggnilýsinga í staðinn.
Þá var haldið páskabingó að venju fyrir
páskana og voru páskaegg í vinninga. A
firmakeppni hestamannafélagsins seldu
konur kaffi, og kökubasar og kakósala var
í byrjun jólaföstu. Sú nýbreytni var á
kökubasarnum að hann var haldinn á
Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, þar sem vist-
menn voru einnig með sýningu og sölu á
handavinnu sinni og mæltist þessi tilhögun
mjög vel fyrir. Vænti ég þess að framhald
verði á þessu samstarfi.
Farið var í ferðalag á afmælisdegi
kvenfélagsins sem er 4.júlí. Að þessu sinni
var farið á Suðurnesin í blíðskaparveðri,
byrjað á að skoða Strandakirkju og síðan
flestar kirkjur sem á leið okkar voru og
annað það sem merkilegt þótti, og eftir að
hafa farið í bað í Bláa lóninu var matur
snæddur á veitingastaðnum þar og slegið á
létta strengi eins og konum er tamt þegar
þær fara út saman. Var gerður góður rómur
að þessari ferð og þótti hún takast vel í alla
staði.
Þá voru haldin nokkur námskeið á
vegum félagsins, s.s. í kransagerð og þurr-
blómaskreytingu, bútasaumi o.fl., og
Maretza Poulsen var með sýnikennslu í því
hvernig taka skal á móti gestum og leggja
á borð.
Við styrktum ýmis góð mál að venju,
s.s. Dvalarheimilið Kirkjuhvol, gáfum
Föndrað á jólafuiuli Kvf Einingar Hvolhreppi. Fyrri mynd,frá vinstri: Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Guðfinna Helgadóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sigríður Símonardóttir, í
baksýn Helga Hansdóttir, Fríða Margrét Isleifsdóttir. Síðari mynd, frá vinstri: Kristín
Þórarinsdóttir, Aðalheiður Sæmundsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Báira Sólmundsdóttir,
Anna Þorsteinsdóttir.
-237-