Goðasteinn - 01.09.1999, Page 104
Goðasteinn 1999
Hvammi í Mýrdal og Óskar Sæmunds-
son frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi.
Aður en vatnasvæði Markarfljóts
var brúað, óku bifreiðar frá Reykajvík
austur í Fljótshlíð. í þessar ferðir notaði
BSR oft sjö manna bifreiðir af Stude-
bakergerð eða Buick, voru svo farþeg-
arnir flutti á hestum eða reiddir eins og
það var kallað úr Fljótshlíðinni austur
að Seljalandi í Vestur-Eyjafjallahreppi.
Fólksflutningana frá Reykjavík austur í
Fljótshlíð annaðist BSR og bílakóng-
urinn mikli, Steindór Einarsson.
Þekktustu fylgdarmennirnir yfir
vatnasvæði Markarfljóts voru bræð-
urnir frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, þeir
Helgi og Erlendur Erlendssynir, en í
Vestur-Eyjaljallahreppi þeir Kristján
Ólafsson bóndi að Seljalandi en á
Seljalandi var enn einn rausnargarð-
urinn þar sem margur gesturinn fékk
málsverði og mjúk rúm. Erlendur Guð-
jónsson, bóndi í Hamragörðum var
einn af þessum glöggu vatnamönnum
og bræðurnir í Dalsseli komu þar og
við sögu. Mátti segja um gömlu vatna-
mennina, að þeir lásu á jökulálana.
Vissu hvar sandbleytan leyndist í eyrar-
oddum, vissu hvar hestfært var, þekktu
á jökulvatnið og þeir höfðu jafnvel til-
finningu fyrir því hvar silfurgljáandi
sjóbirtingurinn leyndist í morinu þegar
dregið var á með netum. Þetta voru
náttúrufræðingar af lífsreynslunni á
veður og vötn.
Kaupmaðurinn í Dalseli fylgdist vel
með kalli tímans og hélt áfram að
kaupa bíla því rétt fyrir Alþingishátíð-
ina 1930 keypti hann nýjan Ford-vöru-
bíl, sem fékk einkennismerkin RÁ 25
og á þeim bíl var fólk úr héraðinu flutt
til Þingvalla í einu af boddíunum, sem
Kristinn vagnasmiður og hans menn
smíðuðu af hagleik fyrir hátíðina
miklu. Kreppulánakynslóðin kvartaði
ekki um harða trébekki eða hasta bíla.
Boddíbílasöngurinn kom frá hjartanu
og tilheyrði ferðalögum fyrri tíma.
Tíu börn kaupmannshjónanna í
Dalsseli komust til fullorðinsára, en
tólf urðu börnin, en tvö dóu ung. Heim-
ilið í Dalsseli var alla tíð mannmargt,
var þar oftast vinnufólk og gestkvæmt
var þar að sjálfsögðu því Dalsel var
kaupstaður margra.
Allt fram að því að brýr komu á
Þverá, Affall og Ála árið 1932 og síðan
á Markarfljót ári síðar lá þjóðleiðin
austur og vestur um garða í Dalsseli
um svonefndan Dalsselsdíla. Var um
tíma nokkurs konar viti í Dalsseli, ljós
á hárri stöng, sem leiðbeindi ferða-
mönnum um hina dökku sanda hins
breiða vatnasvæðis Markarfljóts.
Auðunn kaupmaður var framsýnn
og framkvæmdasamur. Hann lagði
síma á eigin kostnað frá Miðey í Aust-
ur-Landeyjum að býli sínu og keypti
útvarpstæki árið 1926 þegar Ottó B.
Arnar hóf rekstur á útvarpsstöð í
Reykjavík, fjórum árum áður en Rfkis-
útvarpið tók til starfa. Hálfdán sonur
Auðuns, síðar bóndi að Seljalandi fór á
námskeið í Reykjavík áður en Ríkis-
útvarpið tók til starfa og lærði að gera
við útvarpstæki og setja þau upp, en á
þeim árum þurfti að nota háa útvarps-
stöng og loftnetin voru að minnsta
-102-