Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 63
Goðasteinn 1999
hans beitarhús á Aurunum sunnan
Þverár, þá var oft mikið vatn í ánni og
hún þá riðin á ýmsum stöðum eftir því
hvernig vatnið lá í það og það skiptið.
Þegar ís var á ánni var alltaf farið
gangandi til fjárins, svo þegar hláka
kom brotnaði ísinn upp og voru þá
venjulega skarir við löndin, þá varð að
fara á hesti. Símon átti móskjóttan hest,
mikinn stólpagrip og ágætan vatnahest,
hann var oftast hafður á járnum á vet-
urna og þá notaður til allrar brúkunar,
hann var öruggur og óragur og þegar
áin var mikil eða með skörum var oft-
ast farið á honum til húsa fram yfir
Þverá, engum hesti var treyst betur en
Móskjóna.
Svo var það einhverju sinni að áin
rann milli skara í einum höfuðáli að
Þorkell, sem þá var kominn fast að
fermingu, var sendur suður yfir á að
gefa fénu, reið hann þá Móskjóna, þá
var hart frost en gott veður. Allt gekk
vel suður yfir ána, Þorkell gaf fénu og
hélt síðan heim á leið. Þegar að ánni
kom fór hesturinn hiklaust fram af
skörinni og allt gekk að óskum yfir
álinn, en þegar kom að skörinni norð-
anmegin, sem var nokkuð há og állinn
það djúpur að vatnið tók á miðja síðu
hestsins, hélt Þorkell að hægara væri
fyrir Móskjóna að stökkva upp á skör-
ina ef hann færi af baki, sneri því hest-
inum upp í strauminn og ætlaði að stíga
af baki upp á skörina, en gætti þess
ekki að skórnir höfðu vöknað og frosið
við ístöðin sem varð til þess að þegar
hann setti fótinn yfir hnakkinn féll
hann á bakið ofan í ána.
Einhver heimamaður í Bollakoti
hafði staðið úti á hlaði og fylgst með
ferð drengsins, sá hvað gerðist við
skörina og að Þorkell féll í álinn, var þá
brugðið fljótt við og hlaupið frarn að
ánni til þess að reyna björgun, því ekki
þótti líklegt að drengnum tækist að
bjarga sér án hjálpar, en þá skeði það
ótrúlega. Móskjóni brá hart við, öslaði
niður álinn, beit í bakið á drengnum og
kastaði honum upp á skörina. Heimilis-
fólkið í Bollakoti varð vitni að þessum
atburði og taldi víst að þarna hefði
orðið dauðaslys ef hesturinn hefði ekki
brugðið við með svo óvæntum hætti.
Það mátti með sanni segja að ekki
minnkaði vegur Móskjóna við þetta
björgunarafrek.
Eftir þetta bað í Þverá var farið með
Þorkel heim og varð hann að skipta um
föt bæði utast sem innst. Ekki varð
honum meint af þessu kalda baði.
Þorkell var hraustur og heilsugóður
lengst af ævi, hann flutti að lokum út í
Vestmannaeyjar til Önnu dóttur sinnar
og andaðist þar I7,janúar 1952 og var
jarðsettur að Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Oddgeir Guðjónssonfrá Tungu
Þrjár sögur um hunda
1. Smali
Þegar ég var unglingur á árunum
1920 til 30 eignaðist faðir minn hvolp
frá Auraseli hér í sveit, hann var svart-
ur, dálítið grár á fótum og varð í með-
allagi stór þegar hann var fullvaxinn,
-61-