Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 282
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Jóhann 1958, Þorbergur 1962 og Gísli
Þórir 1965.
Albert var alltaf bóndi í sér og
kom sér strax upp aðstöðu í Skógum
fyrir nokkrar kindur, og 1954 byggði
hann hesthús með vinum sínum, Þór-
halli Friðrikssyni og Jóni Jósef Jóhann-
essyni kennara. Hann hafði alltaf haft
yndi af hestum, var hestglöggur og
mundi hesta með sérstökum hætti.
Æskuhestur hans var Sörli, sem var
hesta viljugastur, sem nær enginn réði
við nema Albert. Hann kom með hon-
um að Skógum, með fjörið og gleðina,
sem hafði gert Albert að hestamanni
með sömu gleði, og ekki gleymist
Kinnskær og ættmóðir hrossanna hans,
fyrstuverðlaunahryssan Blesa frá Hlíð,
en hún hefur áreiðanlega verið hvatn-
ing hans til þátttöku og stofnunar á
Fjallablesafélaginu, sem hann var fyrsti
formaður í. Áður hafði hann gengið til
liðs við hestamenn í félagsstarfi þeirra,
var í stjórn Hestamannafélagsins
Sindra og fulltrúi þess á Landsþingi
hestamanna, þar sem hann var kosinn
varaformaður Landssambands hesta-
mannafélaga 1964 og formaður 1969,
en því annasama starfi gegndi hann allt
til 1981. Á þessum stjórnarárum hans
varð einn mesti uppgangstími hesta-
mannafélaga, sem stjórn landssam-
bandsins stóð að með formanninn í
forystu. Jafnframt var hann í ritnefnd
Hestsins okkar frá 1969 og ritstjóri frá
1982 til ársloka 1986. Hann sá um
vísnaþátt blaðsins og tók fjölda viðtala
við hestamenn, en hann hafði verið
einn af tillögumönnum um að koma
blaðinu upphaflega af stað.
Hann var í hreppsnefnd Austur-
Eyjafjallahrepps frá 1962 til 1986, þar
af sem oddviti næst síðasta kjörtímabil-
ið, frá 1978, þar sem hann m.a. beitti
sér fyrir byggingu Félagsheimilisins
Fossbúðar. Hann var einn af stofnend-
um Lionsklúbbsins Suðra í Vík og
alltaf virkur félagi þar við að leggja
góðum málum lið, og hann lagði einnig
sitt af mörkum við kirkjustarfið, söng í
kirkjukór Eyvindarhólakirkju meðan
hann hafði heilsu til og var í fyrstu
héraðsnefnd prófastsdæmisins, sem þá
hét prófastsdæmisráð. Börnin fluttu að
heiman og stofnuðu sín heimili, öll
nema Gísli sem dó 1986 eftir hetjulega
baráttu í um tvö ár við krabbamein.
Það varð Alberti þung raun sem hann
bar innst í sálu sinni.
Hann gaf út margar bækur fyrir
hestamenn og síðasta bókin hans var
safn hestavísna, Fjörið blikar augum í,
og síðustu árin hans málaði hann meira
en áður af list og næmni, þar sem hest-
urinn og náttúran mynduðu samspil í
flestum myndum hans, og hann tók þátt
í samsýningum myndlistarmanna og
hélt einnig einkasýningar á verkum
sínum.
1989 fékk hann aðkenningu af
blóðtappa og aftur 1992, en upp frá því
var hann af og til á sjúkrastofnunum. Á
þessum stofnunum beið hann þess
alltaf að komast heim og geta verið
með fjölskyldu sinni uns síðasta kallið
kom annan dag jóla, 26. desember
1998. Útför hans fór fram frá
Eyvindarhólakirkju 5. janúar 1999.
Si: Halldór Gunnarsson í Holti.
-280-