Goðasteinn - 01.09.1999, Page 314
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
og kappsfull, og gekk að hverju því
sem hún tók sér fyrir hendur af miklum
dugnaði og elju.
Hinn 3. júní 1934 gekk hún að
eiga Þórð Bogason frá Varmadal, en
hann var sonur hjónanna Boga Þórðar-
sonar frá Ketilhúshaga og Vigdísar
Þorvarðardóttur frá Litlu-Sandvík í
Flóa. Þeim Kristínu og Þórði varð
auðið fimm barna sem öll eru fjöl-
skyldufólk og eiga afkomendur. Þau
eru, í aldursröð talin, Sigfús, búsettur á
Selfossi, kvæntur Þóru Björgu Þórar-
insdóttur, Bogi Vignir, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Gunnhildi Svövu
Helgadóttur, Stefanía Unnur búsett á
Hellu, gift Braga Gunnarssyni, Ragn-
heiður búsett í Reykjavík, gift Jóni
Ólafi Sigurðssyni og Sigrún, búsett í
Kópavogi, var gift Stefáni Ólafssyni,
en þau slitu samvistir. Sambýlismaður
hennar er Þorgeir Hjörtur Níelsson.
Alls voru afkomendur Kristínar við lát
hennar 31 að tölu. Hag þeirra allra bar
Kristín að vonum mjög fyrir brjósti,
hafði ríkan metnað fyrir þeirra hönd og
lét sér ætíð annt um velferð og vel-
gengni síns fólks.
Þau Kristín og Þórður bjuggu sín
fyrstu búskaparár í Varmadal, í félagi
við Boga bróður Þórðar, en Óskar
bróðir þeirra bjó á vestari bænum. Þau
hjónin fluttu svo að Brekkum í Holtum
1941 og bjuggu þar um tveggja ára
skeið, síðan eitt ár í Eystri-Kirkjubæ
áður en þau fluttust að Hellu lýðveldis-
árið þar sem þau reistu sér hús og áttu
heima síðan að Hólavangi 14. Þar stóð
Kristín fyrir heimili þeirra af þeirri
reisn og rausn sem henni var í blóð
borin, en Þórður vann lengst af sem
gjaldkeri Kaupfélagsins Þórs samhliða
annasömum störfum að sveitarstjórnar-
málum, en hann sat fulla tvo áratugi í
hreppsnefnd Rangárvallahrepps, þar af
oddviti í 16 ár. Árið 1966 varð hann
fyrir svo alvarlegum heilsubresti að
hann varð að láta af öllum störfum
sínum, og varð aldrei vinnufær eftir
það. Þeim hjónum varð það skiljanlega
mikið áfall, ásamt þeim breyttu að-
stæðum öllum er fylgdu í kjölfarið. En
Kristín hélt þeim heimili áfram og
annaðist um Þórð af stakri umhyggju í
21 ár uns hann lést síðla árs 1987. Bjó
hún ein eftir það, en naut vissulega ná-
býlisins við vandamenn sína, einkan-
lega Unni og Braga, sem gerðu henni
að sínu leyti kleift að búa upp á eigin
spýtur síðustu árin. Einnig og ekki síð-
ur munaði um ræktarsemi og hjálpfýsi
Kristínar Bragadóttur á Selalæk, er
reyndist ömmu sinni mikil stoð og
stytta um margra ára skeið.
Sjálf átti Kristín í glímu við erfið
veikindi af völdum krabbameins oftar
en einu sinni á Iöngum tíma, og nú
síðast í þriðja sinn. Henni þótti því á
stundum sem stormur lífsins stæði sér
fast í fang, og gangan um dalinn
dimma gat orðið henni erfið á köflum.
Þess á milli birti upp, og sálin hresstist,
því Kristín var í eðli sínu einbeitt og
viljaföst kona, sem hélt sínu Striki,
þrátt fyrir allt, naut lífsins á sinn hæ-
verska hátt, og sinnti hugðarefnum
sínum eftir því sem færi gáfust.
Bóklestur var þegar nefndur til
sögunnar, og var hún tíður gestur á
bókasafni Rangárvallahrepps. I nálega
60 ár var Kristín virk í starfi Kvenfé-
lagsins Unnar, gjaldkeri þess í fjóra
áratugi og heiðursfélagi síðustu árin.
Einnig var henni einkar sýnt um spila-
-312-