Goðasteinn - 01.09.1999, Page 269
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Kórar
Kvennakórinn Ljósbrá á 10 ára afinœlinu. Jörg Söndermann stjórnar. Ljósmynd:
Guðbjörg Guðmundsdóttir
enda hið hæfasta fólk. Eins og áður sagði
var Margrét Runólfsson, kirkjuorganisti,
söngstjóri fyrstu fjögur árin og ber sérstak-
lega að þakka henni fórnfúst og óeigin-
gjarnt starf, þar sem hún vann öll árin
launalaust.
Stefán Þorleifsson, tónlistamaður, sem
dvelur nú við tónlistarnám í Danmörku,
tók við af Margréti og var stjórnandi kórs-
ins næstu þrjú árin.
Næst kom Margrét Bóasdóttir, söng-
kona, og stjórnaði hún kórnum í einn vet-
ur, þá fór hún til ársdvalar í Þýskalandi.
Fjórða í röðinni var Eyrún Jónasdóttir,
tónmenntakennari, sem stjórnaði kórnum í
tvo vetur, þá fór hún í barnseignarfrí.
Nú er búið að ráða fimmta söngstjórann
sem er þýskur tónlistarmaður, Jörg E.
Sondermann, hann er kirkjuorganisti í
Hveragerðiskirkju.
Þá hafa þær Anna Magnúsdóttir og
Agnes Löve, píanóleikarar séð um píanó-
leikinn með kórnum. Einnig hefur Marí-
anna Másdóttir, flautuleikari, komið oft
fram með kórnum og leikið á flautuna
sína. Öllu þessu fólki eru færðar bestu
þakkir fyrir samstarfið.
Stjórn
í byrjun september ár hvert heldur
Kvennakórinn Ljósbrá aðalfund sinn og þá
eru málin rædd. Eftir að Kvennakórinn
varð þetta fjölmennur þá var fjölgað í
stjórn kórsins, nú er fimm manna stjórn,
aðalstjórn og tveir meðstjórnendur, en áður
hafði verið þriggja manna stjórn.
Fyrsta stjórn kórsins var þannig skipuð:
Guðríður A. Jónsdóttir, formaður, Elín
Jónsdóttir, ritari, Sigurlín Óskarsdóttir,
gjaldkeri. Núverandi stjórn skipa: Margrét
Tryggvadóttir, formaður, Margrét Björg-
vinsdóttir, ritari, Þóra Gissurardóttir, gjald-
keri, auk tvegga meðstjórnenda.
Hér hefur verið í stórum dráttum drepið
á starf Kvennakórsins Ljósbrár þessi tíu ár
sem hann hefur starfað og af nógu er að
taka.
Undirrituð hefur starfað óslitið í kórn-
um frá stofnun hans og á margar góðar
minningar tengdar kórnum. Þessar línur
verða ef til vill til að halda orðstýr
Kvennakórsins Ljósbrár við lýði. Þá er vel.
Guðbjörg Jónsdóttir
-267-