Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 292
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
sneri að flugvélum og flugi. Þannig
fylgdist hann með því sem áhuga hans
vakti um leið og hann var fjölfróður
um allt milli himins og jarðar í fyllstu
merkingu. Þessi fróðleiksfýsn og for-
vitni hans um ýmis málefni hefur án
vafa stytt honum stundirnar í seinni tíð
eftir að fæturnir tóku að bila. Með
lestri gat hann ferðast hvert sem hann
vildi og tekið lifandi þátt í því sem
áhuga hans vakti.
Böðvar lést hinn 29. des. 1998.
Utför hans var gerð frá Breiðabólstað-
arkirkju 9. jan.1999.
Si: Önundur S. Björnsson á
Breiðabólsstað
Guðmundur Guðnason frá
Fögruhlíð
Guðmundur Guðnason var fæddur
hinn 4. okt. árið 1909 að Kotmiila hér í
Fljótshlíð hvar hann ólst upp. Hann lést
í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn
12. sept. s.l. Foreldrar hans voru hjónin
Guðni Guðmundsson fæddur í Litlu-
Hildisey í A.-Landeyjum en alinn upp
á Moshvoli, bóndi að Kotmúla, og
Steinunn Halldórsdóttir húsfreyja frá
Kotmúla. Guðni andaðist árið 1949 þá
66 ára að aldri. Steinunn lifði mann
sinn en hún andaðist árið 1966, 82 ára
að aldri.
Guðna og Steinunni í Kotmúla
varð sjö barna auðið og var Guðmund-
ur þeirra elstur. Hin eru þessi í aldurs-
röð: Sveinn. f. 1911, var búsettur á Sel-
fossi, dvelur nú á Kirkjuhvoli; Aðal-
heiður Guðrún Andreasen, f. 1915, hún
er látin; Margrét Sigríður, f. 1916,
búsett á Eyrarbakka; Skúli, f. 1920,
búsettur á Selfossi; Dóra Ragnheiður, f.
1924, búsett í Reykjavík og yngstur var
Arnþór, f. 1928, en hann var jarðsung-
inn sama dag og Guðmundur lést, eða
hinn 12. sept. s.l.
Á fjórtánda ári fór Guðmundur í
verið, þá jafnan til Vestmannaeyja á
vertíð, þó hina fyrstu suður í Sand-
gerði. Samtals sótti hann 13 vertíðir,
flestar þeirra var hann háseti á Gizuri
hvíta.
Það var undir lok vertíðaferða
Guðmundar sem hann tók að renna
hýru auga til jafnöldru sinnar og ná-
granna, Sigurlaugar Guðjónsdóttur frá
Tungu hér í Fljótshlíð, stoltrar konu og
gegnrar. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu og
Ingilaug Teitsdóttir frá Grjótá í Fljóts-
hlíð, húsfreyja í Tungu, hvar Sigurlaug
ólst upp í hópi fjögurra systkina.
Guðmundur og Sigurlaug gengu í
hjónaband við altarið hér í kirkjunni
hinn 15. nóv. árið 1934. Næstu tvö árin
bjuggu þau í Vestmannaeyjum og
stundaði Guðmundur þar sjósókn sem
fyrr, en Sigurlaug var vinnukona hjá
Soffíu Túbals, systur Ólafs Túbals list-
málara.
-290-