Goðasteinn - 01.09.1999, Page 299
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
bóndans sem áttar sig á aðstæðum
landsins og upp á hvað það býður, en í
honum bjó einnig vilji þess sem vill
áfram og skynjaði möguleikana í land-
búnaði og aukinni ræktun og eygði
betri og bjartari tíð með nýtingu alls
þess, sem hugvit mannsandans hafði
lagt til á Iangri leið til betra lífs.
Guðni var heilsteyptur, lifandi og
sterkur persónuleiki. Fátt var honum
fjær skapi en gervimennska, prjál eða
hégóini. Þó hann bæri ekki tilfinningar
sínar á torg voru honum lagðir mjúkir
stengir í brjóst sem urðu sýnilegri
þegar árin færðust yfir. Guðni bóndi í
Skarði var traustur stólpi sinnar sveitar
og samfélags, naut trausts og virðingar
sveitunga sinna og valinn til fjölmargra
ábyrgðastarfa. Hann tók við hrepps-
stjóraembættinu af föður sínum árið
1958 og gegndi því í alls 36 ár eða til
1994. Hann sat í hreppsnefnd frá árinu
1966 til 1993. Hann sat um árabil í
stjórn búnaðarfélags Landmannahrepps
og veiðfélags Landmannaafréttar, var
formaður veiðfélags Minni-Vallar-
lækjar frá upphafi og sat lengi sem full-
trúi deildar sinnar hjá Mjólkurbúi
Flóamanna, auk margvíslegra annarra
starfa. Hann var kirkjunnar maður. Var
sóknarnefndar- formaður og kirkju-
haldari þessarar kirkju sem hann er nú
kvaddur frá í hinsta sinni frá árinu
1959 til dauðadags, og því starfi gegndi
hann af trúmennsku og gleði. Guðni
gekk ekki heill til skógar síðustu árin
en skýru minni og andlegu fjöri hélt
hann fram til þess síðasta. Hann and-
aðist á heimili sínu í Skarði 25. des. sl.
og jarðsunginn í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
Helgi Einarsson,
Hvolsvelli
Helgi Einarsson var fæddur 31.
júlí 1926 á Sperðli í Vestur-Landeyjum
og lést á Sjúkrahúsi í Fossvogi hinn 20.
júní 1998.
Foreldrar hans voru hjónin Hólm-
fríður Jónsdóttir og Einar Einarsson er
bjuggu á Sperðli í tæp 40 ár, á tímabil-
inu Í925 - 1964. Þar ólst Helgi upp
með foreldrum sínum og systkinum, en
þau eru í aldursröð talin: Kjartan, sem
lést 1961, Jón og Anna Elín.
A æsku- og unglingsárum vandist
Helgi hinum algengu og árstíðabundnu
bústörfum eins og þeim var háttað á
þeim árum. Um tvítugsaldur hóf hann
að sækja til vertíðarstarfa í Vestmanna-
eyjum, eins og svo almennt var um
ungt fólk í sveitum Suðurlands, og var
hann eftir það allnokkur ár á vertíðum í
Eyjum en vann búi foreldra sinna
heima á Sperðli þess á milli, auk ann-
arra starfa sem til féllu um skemmri
tíma.
Þannig mun hann fyrst hafa byrjað
að vinna við múrverk árið 1950, þó
-297-