Goðasteinn - 01.09.1999, Page 319
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
/
Olafur Líndal Bjarnason,
Stóru-Hildisey II
Ólafur fæddist 14. ágúst 1952 for-
eldrum sínum, Bjarna Marinó Ólafs-
syni og Katrínu Mörtu Magnúsdóttur í
Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum, þar
sem hann var yngstur 5 systkina, en
eftirlifandi eru Magnús, Viðar og Rúna.
Æskuheimilið var menningarheim-
ili þar sem kynslóðirnar lifðu saman og
oft var gestkvæmt og þá var hátíð.
Foreldrar hans voru bæði kappsöm í
hverju sem þau unnu að og j?að var
þessi sama kappsemi sem Óli fékk
ungur eins og í arf, að standa sig ekki
síður en eldri systkinin og skila sínu
við störfin heima og síðan í skólanum,
fyrst barnaskólanum að Seljalandi og
síðan í Fléraðsskólanum í Skógurn, þar
sem þau bönd milli vina bundust, sem
aldrei röknuðu. Síðan fór hann í
Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk
þaðan stúdentsprófi 1973. Árið áður
hafði hann kynnst Birnu Þorsteins-
dóttur frá Heiðarbrekku Rangárvöllum.
Hann lauk stúdentsprófinu og hún hús-
mæðraskólanámi sama ár og haustið
eftir fóru þau til Vestmannaeyja og
stofnuðu þar sitt fyrsta heimili og síðan
ári síðar á Hvolsvelli þar sem þau
bjuggu í 4 ár, en þau giftust 21. ágúst
1974 og eignuðust tvo fyrstu drengina
sína þar, Frey 1974 og Örvar 1978.
13. maí 1978 fluttust þau að Stóru-
Hildisey II sem þau höfðu þá keypt
með bústofni, 12 kúm og um 100 ám
og framundan tóku við ár uppbygging-
ar hjá þeim tveimur, sem voru orðin
eitt í lífsgleði sinni og baráttu. Óli hóf
sama ár kennslu við Barnaskólann í
Gunnarshólma og kenndi þar í 6 vetur,
m.a. íþróttir af svo mikilli innlifun að
börnin hrifust með og íþróttafólkið
kom þar fram hvert af öðru með keppn-
isskapi, og ekki eru eldri synir þeirra
tveir þar undanskildir, sem hafa þegar
orðið afreksmenn í íþróttum þótt ungir
séu. Tekist var á við endurræktun jarð-
arinnar og um 30 hektarar lands smátt
og smátt ræktaðir til viðbótar, en Óli
var ræktunarmaður svo af bar, vand-
virkur, agaður og nákvæmur í öllum
störfum sínum. Þau byggðu upp öll úti-
hús jarðarinnar og bú þeirra varð eitt af
bestu búum sveitarinnar þar sem allt
var til fyrirmyndar. Tveir yngstu syn-
irnir fæddust þar, Andri 1985 og Bjarni
Már 1991.
Óli tók þátt í störfum ungmenna-
félaganna frá æsku, bæði félagsstarfi
og sem virkur þátttakandi í keppnis-
íþróttum, aðallega í stangarstökki,
þrístökki og langstökki. Hann var alltaf
sami keppnismaðurinn, því í kappinu
var gleði hans, fylgni og meira en
áhugi, hann sjálfur og enginn honum
líkur í þessu. Það var eins í bridge-
spilum, hann stofnaði Bridgefélag
Landeyinga, sem síðan sameinaðist
öðrum bridgefélögum og 1997 stóð
-317-