Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 220
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
eftir því sem best verður komist voru þeir
vel sóttir og mæltust vel fyrir. Dags
aldraðra var minnst með sameiginlegri
guðsþjónustu og kaffisamsætis í Þykkvabæ
á uppstigningadag og fermingarbarnamótið
var í Skálholti dagana 1.-3. sept. sl.
A vordögum, nánar tiltekið l.maí sl.
var haldinn kynningarfundur á vegum
Kirkjuráðs um hina nýju löggjöf á sviði
kirkjumála. Fundurinn var haldinn að
Laugalandi í Holtum og var sameiginlegur
fundur Rangárvalla- og Arnesprófasts-
dæma. Framsögumaður var Guðmundur
Þór Guðmundsson lögfræðingur Kirkju-
ráðs og fjallaði hann um þær breytingar
sem orðið hafa á löggjöf er varðar þjóð-
kirkjuna, efni fyrirhugaðra starfsreglna og
helstu nýmæli sem þær hafa að geyma. Að
lokinni kynningu óskaði hann eftir form-
legum umsögnum héraðsfunda um drögin
að starfsreglunum.
Kirkjuþingskosningar voru haldnar í
sumar og fóru leikar svo að fulltrúar okkar
Sunnlendinga á kirkjuþingi eru þeir sr.
Halldór Gunnarsson í Holti og Jón Helga-
son fv. ráðherra, er kernur úr Prestbakka-
sókn í Skaftafellssýslu.
Héraðsfundur Rangárvallaprófasts-
dæmis 1998 var haldinn sunnudaginn 11.
október í Hagakirkju og Laugalandi í
Holtum. Að lokinni guðsþjónustu þar sem
prófastur sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla þjónaði fyrir altari, sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir prédikaði, kirkjukór Haga-
og Marteinstungusókna söng við organslátt
Nínu Maríu Morávek, setti prófastur
fundinn sem síðan var haldinn að Lauga-
landi. A héraðsfundinum voru lagar frarn
skýrslur um kirkjulegar athafnir ofl., um
fjárhag kirkna og kirkjugarða, reikningar
kirkna og kirkjugarða sem og héraðssjóðs
prófastsdæmisins. Héraðsfundurinn er
aðalfundur prófastsdæmisins og sameigin-
legur vettvangur sóknanna til að marka
kirkjulegt starf sín á milli.
Hér að framan hefur verið stiklað á
stóru og ýmislegt nefnt sem unnið hefur
verið í kirkjunnar málum hér í prófasts-
dæminu. Þó er það svo að aldrei er full-
tæmdur listinn yfir það sem starfað hefur
verið, en verður þó ekki getið. Og upp í
hugann kemur líka allt það starf sem jafnt
og þétt er leyst af hendi við hverja kirku.
Það er knúið áfram af trúfesti og fórnfýsi,
og fyrir það skulu færðar þakkir. Öllu
varðar að starfið í kirkjunni fari vaxandi og
nái til fólks, svo kirkjan verði lifandi og
virkt afl í lífi fólksins sem hér lifir og star-
far. Við sem unnum kirkju og kristni og
skiljum gildi hennar fyrir mannlíf og
jojóðlíf viljum leggja okkur fram eftir því
sem Guð gefur okkur náð til. Megi góður
Guð gefa vöxtinn og efla kærleika á meðal
okkar og styrkja kirkjuna í þeirri viðleitni
sinni, að bera fram orð fagnaðarerindisins
hér í þessu prófastsdæmi.
Si: Halldóra J. Þorvarðardóttir,
prófastur.
Bergþórshvolsprestakall
Akureyjar- og Krosssóknir
Guðsþjónustur voru 21 fyrir utan sér-
athafnir. Eftirminnilegasta guðsþjónustan
var í Krosskirkju 20. september þegar
tilkynnt var um gjöf Guðmundar frá
Gularási, en hann hal'ði ánafnað kirkjunni
allar eigur sínar, um 7,5 milljón og minn-
ingargjöf um hjónin frá Stóru-Hildisey,
Axel Jónsson og Sigríði Jónsdóttur og Jón
Helgason og Ingigerði Jónsdóttur, sem
Vigdís Jónsdóttir og börn Axels og Sig-
-218-