Goðasteinn - 01.09.1999, Page 148
Goðasteinn 1999
þó einsamall eins og leið lá þar á milli,
fram hjá bænum Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð. Um fjögur þiisund metrum austan
við Keldur rís hæð sem heitir Arholt
skammt frá Rangá. Vestan þess,
skammt frá Gunnarssteini, er forn bæj-
arrúst, efalítið leifar af Holti Hróðnýjar
Höskuldsdóttur. Hún hefur hokrað þar
á horni föðurleifðar sinnar, líklega í
skjóli bróður síns.
Brennu-Flosi fór í fússi frá Vorsabæ
fyrr en hann hafði ætlað. Þá reið hann
til Holtsvaðs og beið þar Sigfússona.
Hann sendi þaðan orð Ingjaldi á Keld-
um og bað hann finna sig. Ingjaldur fór
á fund hans þegar, með fjórtán heima-
menn sína sér til fylgdar og hét Flosa
að fylla flokk hans á Alþingi - en
kvaðst vilja ríða fyrst heim þaðan til
þings.
Nokkru síðar í Njálssögu er Holts-
vaðs aftur getið. Frá brennunni á Berg-
þórshvoli fór Kári fljótt á fund Marðar
á Hofi, bað hann að safna liði og koma
öllu til Holtsvaðs. Því næst reið Kári í
Þjósárdal til Hjalta Skeggjasonar. Hjalti
kvaddi upp almenning og safnaði mikl-
um flokki. Þeir Kári riðu með hann til
fundar við Mörð. Þeir fundust við
Holtsvað og skiptu liði þegar í nokkra
Ieitarflokka, sem sumir leituðu sunnan
megin Rangár. Aðrir leituðu austur á
fjall og allt til Fiskivatna. Þeim var
kunnugt að Flosi hafði riðið með flokk
sinn upp með Rangá og stefnt til Aust-
urfjalla.
Við Holtsvað
Varla gat Flosi valið annan heppi-
legri stað en Holtsvað til þess að bíða
vina sinna úr Fljótshlíð og lengra að
austan. Þeir áttu tvær leiðir upp úr
Fljótshlíð, en hlutu allir að ríða yfir
Rangá á þessu vaði. Landeyingar og
Uthlíðingar hafa farið vestan við Þrí-
hyrning - en meginflokkur Fljótshlíð-
inga, og allir yfir Markarfljót komnir,
hafa riðið þjóðleiðina austan Þríhyrn-
ings. Hana hafa flestallir að austan
farið fram undir 1800 á ferð til Skál-
holts, Þingvalla og vestur á land og
norður. Þá leið fóru Skagfirðingar í
skreiðarferð 1754 og drukku mjólk í
Kollabæjarseli, suðaustan Þríhyrnings.
Svo segir séra Jón Steingrímsson í ævi-
sögu sinni. A einum stað á þessum
slóðum taldi Brynjólfur frá Minna-
Núpi 36 fornar samhliða götur, er hann
fór þar um á sumri 1901.
Graslendið kringum Holt hefur blás-
ið upp fyrir langa löngu. Rangá rennur
þar fram hjá á flatlendi milli lágra
bakka. Eigi langt þar fyrir ofan kemur
hún fram úr klettagili, mörg þúsund
metra löngu, sem hún hefur á þúsund-
um ára sorfið gegnum hraun. Skammt
fyrir neðan gamla vaðið fellur hún
niður í annað hraungil, sem nær lang-
leiðis niður á móts við Keldur. Þarna á
milli hlaut Holtsvað að vera.
Sigurður Vigfússon fornfræðingur
fór um Rangárþing fyrra sinni sumarið
1883. Hann ályktaði að örfoka rúst við
Fiská sunnan Reynifellsöldu væri leif-
ar af Holti þeirra Höskuldar og Hróð-
nýjar, og Holtsvað, þar sem leiðin ligg-
-146-