Goðasteinn - 01.09.1999, Side 290
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
langs og farsæls búskapar og stýrði
Lilja heimili þeirra af fágaðri háttprýði
og reglusemi sem og einkenndi allt
þeirra starf. Þau eignuðust 5 börn en
þau eru: Bjarnheiður sem er elst, f. 13.
feb. 1932, hennar maður var Kristinn
Erlendur Kalddal en hann andaðist
fyrir rúmum 2 árum og áttu þau 3 börn.
Margrét, f. 28. apríl 1933, gift Konráði
Andréssyni og eiga þau 5 börn. Gyða
Fanney, f. 25. sept. 1934, gift Magnúsi
Einarssyni og eiga þau 4 börn. Yngstir
eru tvíburarnir sem fæddir eru 28. maí
1939, þeir Indriði sem kvæntur er Astu
Pétursdóttur Brekkan, og þeirra börn
eru 4, og Guðbjartur, kvæntur Ragn-
hildi Ingibjörgu Antonsdóttur og eiga
þau 3 börn. Eru barnabörnin 19 og
langafabörnin orðin 43 talsins.
Þau Björn og Lilja tóku við búinu
árið 1932, en foreldrar hans dvöldu
áfram hjá þeim til dauðadags og nutu
umhyggju þein'a og ástúðar í ellinni.
Björn var fyrst og fremst bóndi og
búskapurinn var líf hans og starf. Hann
undi á jörð sinni sáttur við hlutskipti
sitt í nágrenni góðra og samheldinna
granna í sveitinni sem hann unni. Hann
var sérstakt snyrtimenni í allri um-
gengni. Fóðraði og fór vel með búfén-
að sinn. Hann vildi framtíð íslensks
landbúnaðar sem mestan og taldi þjóð-
inni fyrir bestu að vera sjálfri sér nóg
og umfram allt að nýta vel gæði lands
og sjávar, fara vel með hlutina, ganga
vel um hús og land og rækta upp og hlú
að bústofninum. Samviskusemi og
heiðarleiki einkenndu öll hans störf og
allar athafnir. Sjálfsagi var honum
eðlislægur. Hann gjörþekkti land og
landkosti sveitar sinnar af ævilöngu
starfi sínu. Hann var einn af þessum
mönnum sem var alltaf með hugann
við búskapinn og hann gat ekki lifað og
hugsað án samverunnar við landið.
Þau hjón brugðu búi haustið 1966
og fluttu suður í Garð þar sem dóttir
þeirra bjó. Þar vann Björn í fiski á vet-
urna, en á sumrin dvöldu þau í Efra-
Seli. Lilja kona hans andaðist 3. ág.
1972, og eftir það dvaldi hann oftast að
Skarði á haustin.
Því Björn var traustur vinur, heill
og sannur sem aldrei brást. Bóngóður,
hjálpfús og greiðvikinn. Hann var fast-
heldinn á fyrri lífsvenjur og búskap-
arhætti, safnaði ekki auði til neyslu, en
stóð í skilum við samfélagið og samtíð-
ina og vel það. Hann var vel gefinn og
vel gerður maður. Fróður og minnugur,
vel lesinn og ljóðelskur. Hann kunni
feikn ljóða og sálma og Passíusálma
Hallgríms Péturssonar fór hann með
utan að. Um haustið 1982 fluttið hann
að dvalarheimilinu Lundi, þar sem
hann eyddi ævikvöldinu og þar lést
hann að morgni 27. ágúst sl. og var
jarðsunginn í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
Böðvar Brynjólfsson frá
Kirkjulæk
Böðvar Brynjólfsson frá Kirkjulæk
var fæddur að Arngeirsstöðum hér í
Fljótshlíð hinn 14. mars árið 1915,
sonur Brynjólfs bónda á Kirkjulæk
Sigurðssonar og Gróu vinnukonu á
Arngeirsstöðum Þórðardóttur frá
Lambalæk í Fljótshlíð. Brynjólfur og
-288-