Goðasteinn - 01.09.1999, Side 68
Goðasteinn 1999
Ef myndirnar á stéttinni eru skoð-
aðar frá krossfestingarmyndinni og
kaleiknum snúið réttsælis, þá blasir
fyrstur við maður berhöfðaður með
hökuskegg. Hann er með upprétt sverð
í hægri hendi og vinstri hönd upprétta
svo lófinn vísar fram. Vísast mun þetta
vera heilagur Páll postuli, enda sverðið
tákn hans.
A næstu mynd er maður skegglaus
með oddmyndað höfuðfat með krossi
efst. Höfuðfat þetta gæti verið biskups-
mítur, þótt lögun þess minni ekki beint
á slíkt. Hann heldur á stórum lykli í
hægri hendi, svo hér getur ekki verið
um annan að ræða en heilagan Pétur
postula.
Næsta mynd er af berhöfðuðum
manni, einnig skegglausum, með
upprétta hægri hönd og beinir vísifingri
og löngutöng til himins. Á vinstri
handlegg heldur hann á lambi, eftir því
sem best verður séð. E.t.v. gæti átt að
vera bók á bak við lambið. Sé þessi
tilgáta rétt, þá er þetta Jóhannes skírari,
en tákn hans er einmitt lamb liggjandi á
bók.
Næsta mynd sýnir skeggprúðan
mann með kórónu, væntanlega konung.
1 hægri hendi hefur hann atgeir mikinn,
en í þeirri vinstri veldistákn; ríkisepli
með krossmarki að ofan. Gæti þetta
ekki verið Olafur konungur helgi?
Þessu næst kemur mynd af ber-
höfðuðum, skeggjuðum manni með
upprétta vinstri hönd, og nrikla sveðju
upprétta í þeirri hægri. Sveðja eða hníf-
ur er tákn heilags Bartólómeusar, svo
þetta gæti vel verið hann.
Næsta mynd er án efa af heilögum
Andrési, berhöfðuðum og skeggjuðum,
með einhvers konar skrín eða bók í
hægri hendi, en hinn X-laga kross í
þeirri vinstri tekur af öll tvímæli um
hver þarna er á ferð.
Að lokum kemur svo önnur krýnd
persóna, skegglaus og síðhærð að því
er virðist, líklega kona. I hægri hendi
ber hún veldistákn af einhverju tagi,að
ætla mætti. Ekki er þó gott að sjá hvað
þetta er, gæti verið egg í hreiðri og
krossmark á egginu. Svo gæti einnig
virst sem hún héldi á hjóli, og eftir því
að dæma væri hér komin heilög Katrín.
I vinstri hendi heldur hún á sverði, og
styður oddi þess á jörðina. Kórónan og
sverðið benda þó til þess að hér sé á
ferð kona með mjög sérstakt hlutverk.
Bandaríski helgisiðafræðingurinn
Philip H. Pfatteicher kom að Odda
snemma árs 1999 og skoðaði kaleikinn
gaumgæfilega. Taldi hann sennilegt að
myndin væri af Maríu guðsmóður.
Kórónan undirstrikaði tign hennar og
byrðin í hægri hendi hennar vísaði til
ávaxtar kviðar hennar, þ.e. guðssonar-
ins. Sverðið vísaði til orða Símeons við
Maríu í musterinu í Jerúsalem, er hann
sagði við hanaum Jesúbarnið: „Þessi
sveinn er settur lil falls og til viðreisnar
mörgum í Israel og til tákns, sem móti
verður mælt, og sjálf munt þú sverði
níst í sálu þinni.“ (Lúk. 2:34-35).
Kaleikur þessi er notaður fremur
sjaldan nú orðið, en þó stöku sinnum
við hátíðamessur og fermingar í Odda-
kirkju. Hann var hreinsaður og lag-
færður 1991 af Björgvini Svavarssyni
-66-