Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 69
Goðasteinn 1999
silfursmið í Kópavogi, samkvæmt
ábendingu Þjóðminjasafnsins.
II. Yngri kaleikurinn
Yngra kaleiksins í Oddakirkju getur
þar fyrst í biskupsvísitasíu Brynjólfs
Sveinssonar 1641. Nefndur Vigfús
Guðmundsson lýsir honum svo í Sögu
Oddastaðar:
„Hinn kaleikurinn er hœrri (22,5
sm.) og skálin mikið dýpri (7,3) og
mjórri (11,4). Stéttin áttköntuð, líkt og á
hinum, en mikið flatari. Fótleggur líka
með stórum hnúð, nokkuð svipaður og
mikið prýddur. Stéttin er öll þétt vafin
að ofan með smágerðu lista-víravirki,
og sömuleiðis leggurinn. ... Sagt er að
þessi kaleikur hafi verið sendur á
sýninguna í París 1905, m.fl. munum,
er Daniel Bruun fornfr. hafði beðið um. “
Kaleik þessum fylgir patína, sem
Vigfús telur reyndar að fylgi hinum
eldri, en það tel ég hæpið. Vigfús hefur
sennilega aldrei séð hana, því hann
segir hana vera áttstrenda. Patína þessi
er úr ámóta þykku silfri og skál yngra
kaleiksins, „slétt að mestu og lítið
prýdd, en þó með smágerðri áletrun og
lítilli krossfestingarmynd á botni.“
(V.G. bls. 228). Þessi krossfestingar-
mynd er kringlótt, hnoðuð eða kald-
hömruð í miðjan botn patínunnar. Sín
konan stendur hvorum megin við
krossinn. Umhverfis myndina er
svofelld áletrun: JESV CREVTZES
TODT HILFET AVS ALLER NOTH
(orðrétt þýðing: Dauði Jesú Krists
hjálpar úr allri neyð).
Botn patínunnar er ca 3 mm. djúpur
frá börmum. Vídd botnsins má heita
hin sama og vídd kaleiksins sjálfs, og
fellur hún því afar vel yfir hann. Þykir
mér það styðja þá skoðun mína, að
patína þessi heyri til yngra kaleiknum,
og nota ég þessa gripi því saman. Eru
þeir jafnan notaðir við messur í Odda.
Þessi kaleikur hlaut gagngera
hreinsun og lagfæringu eins og hinn
eldri árið 1991, svo og báðar patín-
urnar.
handraðam Wl FráOddgeiri rfl Guðjonssym
Gömul vísa. Vísnagátur 2.
Þrír eru lilutir það ég veit 1. Leit ég standa landi á
sem þjáða gleður rekka. I gleði og sorg hef ég gildi tvenn, Iistlega borgarsmíði,
Kona feit og kakan heit til gagns menn mig elta, til fagn- veggjaþunn og viðafá
og kaldar áfir að drekka. aðar njóta. var sú gjörð með prýði.
Höfundur ókunnur. I reiða er hafður. um hálsa ég renn. til höfuðs ég stíg, en er bundinn til fóta. (Lausnir: Bls. 243.)
-67-