Goðasteinn - 01.09.1999, Side 135
Goðasteinn 1999
inn útilokað, og raunar sennilegt, að
Sæmundur hafi einnig verið sendur í
skóla á meginlandinu barnungur. Og
hafi svo verið þá skýrir það einnig
hversvegna talað er um að Sæmundur
hafi verið lengi erlendis án þess að til
hans spyrðist, þegar haft er í huga að
samkvæmt góðum heimildum kom
hann heim tæplega þrítugur að því er
helst má ætla.
Þá er rétt að benda á að í upphafi
frásagnarinnar af Sæmundi og Jóni í B-
gerðinni er Sæmundur kallaður hinn
fróði. Ari nefnir hann hins vegar Sæ-
mund prest í íslendingabók. í fróð-
leiksgrein í gömlu handriti kemur nafn-
giftin Sæmundur prestur einnig fyrir og
hefur Stefán Karlsson talið það ein-
dregið aldursmark, er bendi til að um-
rædd fróðleiksgrein sé frá tólftu öld,
því nafngiftin Sæmundur fróði kemur
ekki fyrir fyrr en undir aldamótin 1200
(SK 1969, 344).
Að lokum ætla ég að líta á enn eitt
atriði í B-gerð Jóns sögu helga, en þar
er haft eftir Sæmundi:
„... við vitran mann eigum vit, þar
sem meistari minn er, því at hann sér
ferð okkar þegar hann hyggr at him-
intunglum í heiðríku veðri, því at hann
kann svá algerla astronomiam, þat er
stjörnuíþrott, at hann kennir hvers
manns stjörnu, þess er hann sér ok
hyggr at um sinn. “
Þessi orð þjóðsögunnar eru sterk
vísbending um það að Sæmundur hafi
lært stjörnufræði, stærðfræði og fleiri
greinar raunvísinda á því námssetri
sem hann dvaldist á í „Frakklandi“ eða
hvar svo sem sá skóli var sem hafði
tekið hann í fóstur. Ymsar getgátur
hafa verið settar fram um lærdóms-
staðinn, en engar óyggjandi og gefst
ekki tóm til að ræða það frekar hér.
Peter Foote segir, þar sem hann fjallar
um skólavist Sæmundar, að margir
skólar komi til álita. í framhaldi dregur
hann upp skemmtilega mynd af frönsk-
um skólameistara frá tíundu öld, sem á
heiðríkum kvöldum tók úrvalsnemend-
ur nreð sér út í skólagarðinn að loknum
lestri lærdómsbókanna, lyfti fingri sín-
um og útskýrði fyrir þeim himinhvolfið
(PF 1984, 117).
í Ijósi þess sem hér hefur verið rakið
virðist mér rökrétt að álykta að þegar
Sæmundur kom heim frá námi hafi
hann verið gagnmenntaður á alþjóðlega
vísu, ekki aðeins í guðfræði og öðrum
hefðbundnum lærdómsgreinum á þeinr
meiði, heldur einnig í nýjum vísinda-
greinum, einkum stjörnufræði og
stærðfræði, sem voru að ryðja sér til
rúms við helstu menntasetur sunnar í
álfunni. Hvað menntun snerti nrun
hann því, að því er best verður séð,
hafa borið höfuð og herðar yfir aðra
lærða menn á Islandi um sína daga.
Þessi yfirburðastaða Sæmundar á
nrenntavettvanginunr kemur raunar vel
fram í því senr unr hann segir í Islend-
ingabók og Hungurvöku og henni er
lýst berunr orðum í Jóns sögu helga.
Hitt er síðan annað nrál, að unrrædd
yfirburðastaða Sæmundar í alhliða
menntun og lærdómi nrun hafa stuðlað
-133-