Goðasteinn - 01.09.1999, Page 230
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
Sóknarprestur og fermingarbörn í Oddakirkju að lokinni
femiingarathöfn að morgni 2. sd. e. púska, 26. apríl 1998.
Frá vinstri: Ingunn Heiða Kjartansdóttir, Hellu, Telma
Björk Fjalarsdóttir, Hellu, Guðmundur Arnason, Hellu,
Asdís Yr Aradóttir, Helluvaði IV, sr. Sigurður Jónsson í
Odda, Arni Björn Arnason, Hellu, Þóra Osk Viðarsdóttir,
Hellu og Olöf Sœmundsdóttir, Bjólu. (Mynd: Erlingur
Dagsson.)
börn fermdust í Odda í sumarbyrjun. 8
hjónavígslur fóru fram í kirkjunni á árinu.
4 voru jarðsettir í Odda.
Guðjón Halldór Oskars-
son organisti kom til starfa
á ný um mitt ár eftir 9
mánaða leyfi frá störfum,
en Nína María Morávek
gegndi organistastarfinu
þann tíma. Halldór æfir
kirkjukór og barnakór
vikulega.
Langþráð bronsafsteypa
af myndverki Asmundar
Sveinssonar, „Sæmundur á
selnum“ var afhjúpuð í
Odda 17. maí 1998. Mark-
aði sá atburður upphaf
tveggja ára hátíðadagskrár í
Rangárþingi í tilefni af
1000 ára afmæli kristni-
tökunnar á Islandi. Hefur
styttan vakið verðskuldaða
athygli staðargesta, og er
greinilega vinsælt mynd-
efni. Oddasókn ákvað að leggja fram fé að
upphæð kr. 500.000 til innréttingar kapellu
og líkhúss á dval-
arheimilinu Lundi á Hellu.
Einnig fékk sóknin úthlut-
að fé úr kirkjugarðasjóði til
sama verks, kr. 400.000.
Ljóst er að í kapellu Lund-
ar mun skapast aðstaða til
líkgeymslu og kistulagn-
inga sem vantað hefur til-
finnanlega hér í héraðinu,
auk þess sem hún mun
nýtast vel sem heimilis-
kapella á Lundi. Er óskandi
að sóknarnefndir og sveit-
arstjórnir í Rangárþingi
öllu leggi kapellunni sér-
stakt lið, svo Ijúka megi
við frágang sem fyrst.
Hafist var handa um
undirbúning að viðgerðum
Sóknarprestur og fermingarbörn í Oddakirkju að lokinni
fermingarathöfn síðdegis 2. sd. e. páska, 26. apríl 1998.
Frá vinstri: Þrúður Helgadóttir, Hellu, Ragnar Omarsson,
Hellu, Magnhildur Ingólfsdóttir, Hellu, Dagbjört Hulda
Guðbjörnsdóttir, Hellu, Eydís Hrönn Tómasdóttir, Hellu,
Daði Freyr Ólafsson, Hellu, Kristín Sævarsdóttir, Hellu, og
sr. Sigurður Jónsson í Odda. (Mynd: Margrét Bjarnadóttir.)
-228-