Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 285
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
upp að Undirvegg í Kelduhverfi hjá
foreldrum sínum, hjónunum Ingvari
Sigurgeirssyni frá Smjörhóli og Svein-
björgu Valdimarsdóttur frá Höfða í
Vopnafirði. Jóhanna var einnig elst í 7
systkina hópi, en þau voru: Oskar er
andaðist 1992, en eftirlifandi eru:
Kristbjörg, Svanhvít, Ragnheiður,
Baldur og Auður.
Arni ólst upp að Grænavatni þar
sem 4 fjölskyldur bjuggu í sama
bænum á fjórurn hlutum jarðarinnar.
Þar gekk Arni í sinn skóla í orðsins
fyllstu merkingu, sem hann bjó að alla
ævi. Móðir hans kenndi honum barna-
skólanám þess tíma, sem dugði honum
til að ljúka unglingaprófi eftir hálfs
vetrar nám og síðan til að ná prófi beint
upp í 2. bekk Menntaskólans á Akur-
eyri og lauk hann þaðan gagnfræða-
prófi 1936. Faðir hans hafði kennt
honurn bústörfin við búið, sem var eitt
af bestu fjárræktarbúum landsins, og að
gagnfræðaprófi loknu sneri hann heim
til að takast á við störfin þar.
Jóhanna hafði alist upp á heimili
sínu, þar sem hún lærði hvernig allt
varð að vinnast heima og ekkert mátti
fara til spillis. Hún lauk barnaskóla-
námi í farkennslu og vann heimilinu
sem hún mátti og utan heimilisins
þegar störf féllu til. 1939 réði hún sig á
heimili Arna að Grænavatni sem
kaupakona um sumarið og aftur næsta
sumar, en þá höfðu þau tvö ákveðið að
giftast, sem varð í júní 1941. Þau unnu
síðan fyrstu árin í búi foreldra Arna.
Synir þeirra fæddust í gamla bænum á
Grænavatni, Arnaldur 1941 og Ingvar
Helgi 1943.
Árið 1945 fluttu þau að Ytri-
Skógum undir Eyjafjöllum og tóku við
skólabúinu þar, sem eins og beið eftir
Árna og Jóhönnu til að takast á við
stækkun búsins, ræktun jarðarinnar og
endurbyggingu allra útihúsa. Bygging
Héraðsskólans í Skógum hófst 1946 og
lauk 1949 og hafði Árni á hendi allt
reikningshald og uppgjör við bygging-
una, en Jóhanna sá um heimilið sem
varð þegar mannmargt með smiðum,
vinnufólki og gestum. Búið varð að
stækka verulega til að geta gefið af sér
allar afurðir til skólans og var búrekst-
urinn miðaður í byrjun við þarfir skól-
ans. Við þessi störf nutu þau sín bæði,
Árni, sem búhöldur og ræktunarmaður,
þar sem arðsemi búsins varð til fyrir-
myndar í sýslunni, sérstaklega fjárbúið,
og Jóhanna sem húsmóðir, sem vann
allt heima, kom upp matjurtargarði,
sem var nýlunda þá í sveitinni, fór í
fjósið og önnur útiverk ef nauðsyn var,
tók á móti gestum með hlöðnu veislu-
borði, og gamla húsið sem þau bjuggu
í, var alltaf innan dyra eins og djásn hjá
Jóhönnu, sem gaf öllu innan dyra líf og
blómin hennar báru henni vitni, sem
hún talaði við.
Árni var kjörinn til trúnaðarstarfa,
beitti sér fyrir stofnun sauðfjárræktar-
félags, sem hann varð fyrsti formaður
fyrir, stóð að stofnun kornræktarfélags,
var einn af frumkvöðlum sandræktar-
innar á Skógasandi, var kjörmaður á
fundum bænda og Stéttarsambandsfull-
trúi 1963 til 1966, svo og kjörinn í
sveitarstjórn og sinnti þar af leiðandi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Eftir 23 ára búskap að Ytri-Skóg-
um fluttu þau heimili sitt að Boroar-
holtsbraut 23 í Kópavogi þar sem Árni
tókst á við ýms störf í þágu bænda og
var oft fjarrverandi frá heimili sínu, en
-283-