Goðasteinn - 01.09.1999, Side 167
Goðasteinn 1999
eða Kirkjulækjarsels við rætur
Þríhyrnings sé þessi bústaður.
í Goðasteini segir bls. 173-4:
„I Njálssögu er sagt, að Flosi og
fylgdarlið hans hafi farið ofan í
Goðaland. Sveinn Pálsson getur þess í
ferðahók sinni að gamalt fólk í
Fljótshlíð kalli Goðaland það landsvœði,
sem nú heitir Emstrur. I 149. kafla
Njálssögu segir frá ferð Sigfússona til
húa sinna í Fljótshlíð. Þeir riðu „fyrir
norðan Eyjafjallajökul ok ofan um
skóga í Þórsmörk“. Fer því ekki milli
mála að höfundur sögunnar telur, að
Goðaland sé upp af Þórsmörk einmitt
þar sem nú heita Emstrur. Almenningar
liggja sunnan Emstra og milli þeirra
og Þórsmerkur. Flosi og félagar hans
hafa því vafalaust riðið um Almenn-
inga í Þórsmörk, en hverja leið fóru
þeir á Þríhyrningshálsa og hvert
þaðan?“
Oddgeir Guðjónsson frá Tungu sem
er meðal alkunnugustu manna í Fljóts-
hlíð og Þórsmörk, telur víst að Flosi
hafi riðið yfir Markarfljót norður úr
Húsadal á Þórsmörk, upp Kanastaði
innan við Þórólfsfell, yfir Þórólfsá á
Nautavaði, - annarsstaðar er hún ófær
og rennur í gljúfrum, - svo ofan við
alla bæi í Fljótshlíð, svo út svokölluð
Hraun sem eru urðaröldur, mjög greið-
færar og giljalausar sé stefnu haldið
beint í Þríhyrning.
Ég hefi í tvígang skoðað þessar
rústir og er sannfærður um að þarna
hefur á fyrri tíð verið stórbýli, staðsetn-
ing þessa bæjar hefur verið með þeim
sérstæða hætti að vera mikið einangr-
aður frá sínu nánasta umhverfi en vera
þó í miðri sveit, þar sem alfaraleið
milli Fljótshlíðar og Rangárvalla var
þar í túnfæti . Landkostir sýnist mér
þannig að á þeim tíma hafi þarna verið
gott undir bú.
í áður nefndri ritgerð Brynjólfs á
Minna-Núpi frá 1901 segir m.a
„1 fyrra vetur sagði Jónas Arnason á
Reynifelli mér þá œtlan sína, að einmitt
þar hefði fornbærinn undir Þríhyrningi
staðið, og á það hefði d.r. Finnur
Jónsson fallist. Segist Jónas lengi hafa
veitt því eftirtekt, að þar sé alls ekki svo
illviðrasamt sem þar er hálent, og þó
snjóasamt sé blásið úr brekkunum fyrir
ofan og muni þar hafa verið all góð
vetrarbeit meðan þar var skógur og
gróður. Fallegt túnstœði hefur þar verið
og bcejarstæði. Rennur þar lœkur ofan
og er rústin á bakka hans. “
Mér finnst þessi rök það trúverðug
að varla þurfi lengur að leita að þessum
bæ, enda er þetta sú eina staðsetning
sem uppfyllir það skilyrði að þangað
gat komið her manns austan hraunin
ofanbyggðar í Fljótshlíð og sunnan
byggðar á Rangárvöllum. Hefði bærinn
staðið sunnan eða norðan Þríhyrnings,
var útilokað að byggðarmenn hefðu
ekki orðið þeirra varir. Það sem styrkir
þessa tilgátu enn fremur eru ættartengsl
Flosa og Sarkaðar, en Starkaður undir
Þríhyrningi var giftur Hallberu, en hún
og Starkaður hálfbróðir Flosa voru
-165-