Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 291
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Gróa voru aldrei í sambúð, en eign-
uðust saman þrjú börn, en auk Böðvars
voru tvær systur, þær Ingileif, f. árið
1913. Hún lést árið 1991 og Helga, f.
1917 en hún lést árið 1921 aðein 4 ára
gömul. Böðvar ólst upp með föður
sínum og föðurfólki að Kirkjulæk,
Ingileif var með móður sinni en Helga
var tekin í fóstur að Kvoslæk.
Böðvar var bóngóður maður og
víst um að margur bóndinn kann
honum hinar bestu þakkir fyrir lipurð
við að koma biluðum vélum í gagnið á
ný. Þótt hann hafi haft afkomu af við-
gerðum að einhverju leyti, skiptu
greiðslur fyrir vikið Böðvar ekki megin
máli. Fyrir honum var númer eitt og
tvö að koma tækjunum til vinnu. Og
það var ekki einasta að menn bæðu
Böðvar um að laga dráttarvélar sínar,
heldur fékk hann í hendur smærri hluti
sem jafnvel sérfróðir höfðu gefið frá
sér, smáhluti á borð við úr og klukkur.
Allt virtist komast í gang og gagnið að
aflokinni meðhöndlun hans.
Böðvar Brynjólfsson gekk að eiga
Ólafíu Hafliðadóttur frá Fossi á Rang-
árvöllum hinn 23. sept. árið 1950, sama
dag og Sigríður, einkadóttir þeirra
hjóna var skírð. Ólafía eða Lóa, eins og
hún var tíðast kölluð, lést árið 1983.
Sigríður dóttir þeirra er fædd hinn
24. júní árið 1950. Hún var til nokkurra
ára í sambúð með Gísla Guðmundssyni
frá Uxahrygg á Rangárvöllum.Hann er
lögregluvarðstjóri í Grundarfirði. Þau
eignuðust tvo syni, Brynjólf sem er
fæddur 14. desember árið 1972, stúdent
með einkaflugmannsréttindi, en hann
hefur verið traust hjálparhella og nán-
ast bústjóri að Kirkjulæk og Guðna
Birgi sem er fæddur 18. júní árið 1978.
Hann er í námshléi frá Fjölbrautarskóla
Suðurlands á Selfossi en starfar um
þessar mundir á Bílalagernum á Hvols-
velli auk þess að sinna bústörfum
heima á Kirkjulæk.
Afadrengirnir tveir, þeir Brynjólfur
og Guðni Birgir voru honum ákaflega
kærir. Hann sagði frá því að sér litist
forkunnarvel á unga fólkið sem erfa
ætti landið og ég er ekki grunlaus um
að þar hafi hann einkum haft dóttursyni
sína í huga, að minnsta kosti haft þá til
viðmiðs, enda drengirnir báðir vel af
Guði gerðir og bera með sér einstakan
þokka og prúðmennsku. Eins og menn
vita hafði Böðvar sérstakan áhuga á
öllu vélknúnu sem komst á loft, þ.e.a.s.
flugvélum, þótt honum hafi ekki auðn-
ast mörg tækifæri til að setjast upp í
slík apparöt. Hins vegar trúi ég því að
honum hafi mikið fundist til koma að
Brynjólfur skyldi mennta sig til einka-
flugmanns, einmitt þess sem hann
sjálfan hafði ævinlega langað til.
Fyrir utan að vera völundur í
höndum og fást við viðgerðir af
ýmsum toga og binda inn bækur og
fleira var Böðvar grúskari mikill, las
allt sem hönd á festi einkum það sem
-289-