Goðasteinn - 01.09.1999, Side 20
Goðasteinn 1999
Einar og Guðrún bjuggu í Vest-
mannaeyjum og var Einar verslunar-
þjónn. Þau hjón skírðust til mormóna-
trúar 1874, en greinilegt er að hús-
móðirin hefur um skeið verið nokkuð
treg til þess að ganga hinum nýju trúar-
brögðum á hönd. Þegar Jóhanna dóttir
þeirra hjóna var færð til skírnar í júlí
1874 ritar presturinn sr. Brynjólfur
Jónsson þessa klausu í kirkjubókina.
„Hér við athugist að faðirinn sem
kveðst vera Mormóni hefur látið það
eftir konu sinni, sem er Lútherstrúar að
barn þetta mætti skírast til að uppfræð-
ast í trú móðurinnar.“ Og aftur ritar
hann athugasemd við skírn Guðrúnar í
október 1875: „Faðirinn hefur gefið
nafn þessu barni, án skírnar, en tjáð að
sér stæði á sama hvort það væri skírt
eður ei.“ Jóhanna var fædd 2. júlí 1874.
Guðrún var fædd 5. október 1875.
Þriðja dóttirin var Agústína, fædd 9.
ágúst 1878. Við skírn hennar er engin
athugasemd gerð, þess aðeins getið að
foreldrarnir séu mormónar.
Öll fjölskyldan flutti til Utah 1880. í
New York, á leiðinni til fyrirheitna
landsins, eignuðust Einar og Guðrún
fjórða barnið, son að nafni Nikulás, en
af honum hef ég engar fregnir. Einar dó
í trúboðsferð á íslandi 1889 og Guðrún
ekkja hans giftist skömmu síðar Þórði
Þórðarsyni sem nýfluttur var frá Eyj-
um til Utah. Þórður dó í Spanish Fork
10. september 1902, 36 ára gamall,
Guðrún átti áfram heima í Spanish
Fork og lést þar 8. maí 1931.
Um afdrif Jóhönnu dóttur hennar
vestra er ekki vitað, en Guðrún dó fjór-
tán ára gömul 2. nóvember 1889.
Agústína giftist Guðmundi syni Þor-
steins Jónssonar læknis í Eyjum. Þau
bjuggu í Spanish Fork þar sem Guð-
mundur vann við járnbrautirnar. Börn
þeirra voru tvö.
Fjölskylda Eiríks frá Brúnum
Sá trúhneigði ferðalangur og presta-
skelfir Eiríkur Ólafsson frá Brúnum tók
sig upp frá heimili sínu í Mosfellssveit
árið 1881 og flutti með konu, dóttur og
dóttursyni til Utah. Rúnveldur kona
Eiríks dó í Nebraska og ekki er ástæða
til að rekja sögu Eiríks hér.
Dóttir hans Ingveldur var fædd 9.
ágúst 1851 í Leirum undir EyjafjöUum,
en þar bjuggu þau Eiríkur og Rún-
veldur til 1853 er þau fluttu að Kald-
rananesi. Eins og flestir aðrir í fjöl-
skyldunni tók Ingveldur mormónatrú
árið 1881 og með sér vestur um haf
hafði hún ársgamlan son sinn og stór-
bóndans Þorvaldar Björnssonar á Eyri.
Sonurinn hét Þorbjörn, fæddur 1. maí
1880.
Vestra giftist Ingveldur Jóni Jóns-
syni úr Húnaþingi, sem líklega hefur
verið samferða Brúnafólki vestur. Mik-
ill aldursmunur var á þeim hjónum, Jón
var fæddur árið 1828. Þau Ingveldur
bjuggu í Spanish Fork og þar dó Jón
13. júlí 1901. Ingveldur giftist aftur
manni að nafni Jones. Hún dó 30. mars
1930 í Spanish Fork. Þorbjörn sonur
Ingveldar átti konu er Ada Lena Dixon
hét. Hann lést 25. september 1965 í
Payson í Utah.
Arið 1856 fluttu Eiríkur og Rún-
-18-