Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 31
Goðasteinn 1999
völlum, því að þau Óli og Halla gáfu
Oddakirkju jörðina Strönd á Rangár-
völlum, en Salgerður gaf Keldnakirkju
jörðina Reynifell, og séra Óli mun hafa
átt jörðina Keldur.
Um Hvalsnes er það hins vegar að
segja, að árið 1415 er Ingunn Gunnars-
dóttir frá Auðbrekku, Péturssonar orðin
eigandi þess. Hvernig hiin eignaðist
það er ekki vitað, en hún hlýtur að hafa
verið af sömu ættum og áttu Hvalsnes á
14. öld. Langlíklegast er að Gunnar
Pétursson faðir hennar hafi verið bróðir
Kolbeins í Asi, sonur herra Péturs og
frú Þuríðar.
Stórólfshvoll
En víkjum nú að erfðum og eignar-
haldi á Stórólfshvoli. Eftir daga frú
Þuríðar er ekki getið um bændur á
Stórólfshvoli fyrr en árið 1470, þá bjó
þar Einar Ormsson, Loftssonar ríka,
sem dó það ár, og kona hans, Sesselja
Þorsteinsdóttir. Hjónaband þeirra var
ári síðar dæmt ógilt vegna fjórmenn-
ingsmeinbuga og börn þeirra óarfgeng.
Skyldleiki þeirra var þannig, að faðir
Sesselju var Þorsteinn Hallsson, hans
faðir Hallur Ólafsson, en faðir Halls,
Ólafur Þorsteinsson, bróðir Sólveigar í
Vatnsfirði konu Björns Einarssonar
Jórsalafara, en hún var langamma
Einars. Þessir ættmenn Sesselju virðast
hafa átt Stórólfshvol, og e.t.v. búið þar,
þó að ekki séu beinar heimildir fyrir
því.
Árið 1399 gerði Björn Einarsson
síðar Jórsalafari með samþykki konu
sinnar Sólveigar Þorsteinsdóttur jarða-
kaup við Árna Einarsson, föður Þor-
leifs, sem seinna varð tengdasonur
þeirra. Seldu þau Björn fimm jarðir í
Rangárþingi, en fengu jarðir í Húna-
þingi í staðinn. Jarðirnar sem þau Björn
seklu voru: Efrihvoll, Miðhús, Vindás í
Hvolhreppi, Kirkjulækur í Fljótshlíð og
Næfurholt á Rangárvöllum. Því hefur
almennt verið haldið fram að þessar
jarðir hafi verið eign Sólveigar, e.t.v.
heimanmundur hennar, þar sem niðjar
Ólafs bróður hennar virðast hafa átt
Stórólfshvol. Ef svo væri hafa þau
áreiðanlega verið af ætt Kolbeins Auð-
kýlings, og þá trúlega börn Þorsteins
Kolbeinssonar, sem reyndar bjó á
Holtastöðum í Langadal. En Valgeir
Sigurðsson taldi að þessar jarðir hefðu
allteins getað verið eign Björns, sem
hann hefði eignast eftir Helgu móður
sína, þ.e. Grundar-Helgu.
Grundar-Helga
Grundar-Helga er ein kunnasta kona
Islands á 14. öld, en samt er furðulítið
um hana vitað með fullri vissu, ekki
einu sinni hvers dóttir hún var. Hennar
er ekki getið í neinni samtímaheimild
sem varðveist hefur, heldur aðeins í
ritum frá 16. öld, þar sem deilt var um
meintar barneignir hennar, og þar er
hún hvergi nefnd með föðurnafni.
Þekktust er hún samt fyrir, að hún er
talin hafa lagt á ráðin um víg þeirra
Smiðs Andréssonar hirðstjóra og Jóns
lögmanns skráveifu í Grundarbardaga
árið 1362. Það vantar samt ekki að
margar tilraunir hafa verið gerðar til að
ættfæra hana bæði fyrr og síðar, en nær
29-