Goðasteinn - 01.09.1999, Side 226
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
taktbundnu sniði. Þar er messað að jafnaði
annan hvern mánuð, auk helgihalds
stórhátíðanna. Þess á milli eru börnin borin
til skírnar, ungmennin fermd og samferðar-
menn kvaddir. Sameiginlegur kór Mar-
teinstungu- og Hagakirkju leiðir söng í
guðsþjónustum þessara kirkna en organisti
er Hanna Einarsdóttir, Birkiflöt. I leyfi
hennar hefur Nína Morávek sinnt starfinu.
Kirkjan var byggð sumarið 1896 og vígð
og tekin í notkun 3. sd í aðventu, 13.
desember sama ár. Hefur henni verið vel
við haldið og nú í haust var heitt vatn leitt í
hana til upphitunar. I sóknarnefnd sitja
Vilborg Gísladóttir, Fosshólum, formaður,
Jóna Valdimarsdóttir, Raftholti, og Katrín
Samúelsdóttir, Pulu. Safnaðarfulltrúi er
Olgeir Engilbertsson, Nefsholti.
Hagasókn
Um kirkjustarf í Hagasókn er það sama
að segja og í Marteinstungusókn. Guðs-
þjónustur eru haldnar til skiptis í kirkj-
unum og sameiginlegur kór syngur við
guðsþjónusturnar og aðrar athafnir. Kirkju-
skólinn á Laugalandi er fyrir börnin í þeim
hreppum sem standa að skólanum, þ.e.
Holta- og Landsveit og Asahrepp. I sókn-
arnefnd sitja Þórdís Ingólfsdóttir, Kambi,
formaður, Guðni Guðmundsson, Þverlæk.
og Guðrún Kjartansdóttir, Stúfholts-
hjáleigu. Safnaðarfulltrúi er Jón Pálsson,
Stúfholtshjáleigu.
Si: Halldóra J. Þorvarðardóttir
Holtsprestakall
/
Eyvindarhóla-, Asólfsskála- og Stóra-Dalssóknir
Greint hefur verið frá sameiningu
Holts- og Bergþórshvolsprestakalls, sem
samþykkt var á síðasta kirkjuþingi, en
samþykktin hefur ekki enn náð fram, þar
sem það hefur ekki verið opinberlega
auglýst.
Borist hefur höfðingleg gjöf frá börnum
Sigurjóns og Guðrúnar frá Efstu-Grund í
Vestur-Eyjafjallahreppi til Ásólfsskála-
kirkju, útvarpssendir til nota í kirkjum sem
sóknarprestur í Holti þjónar.
I Stóra-Dalssókn var framkvæmdum
við girðingu umhverfis lóð kirkjunnar
lokið og ráðgert að skipuleggja grafarstæði
og koma upp legstaðaskrá. I Ásólfsskála-
sókn var lagt fyrir heitu og köldu vatni að
kirkjunni og nýjum ofnum komið þar fyrir.
í Eyvindarhólasókn var næstum lokið við
gerð legstaðaskrár og er fyrirhugað að
mála kirkjuna utan, endurbæta girðingu
umhverfis kirkjugarðinn og vinna að
stækkun bílastæðis.
Gjal'ir og áheit í Holtsprestakalli 1998:
Til Eyvindarhólak.: Minningargjafir
2.600,- Áheit T.J. 1.000,- A.J. 1.500.-. Til
Ásólfsskálakirkju: Minningargjafir:
6.300.- Áheit frá N.N. 5.000,- Áheit frá
N.N. 5.000.-. Til Stóra-Dalskirkju: Minn-
ingargjafir um Ingibjörgu Kristófersdóttur
1.000.-, um Sigurð Haraldsson 4.000.-, um
Sigurð Sæmundsson 3.333.-, um Ingólf
Gíslason 333.-, um Helga B. Ástmundsson
1.400.-, um Pál Magnússon 3.300.-, um
Guðbjörgu Helgadóttur 2.000.-, um Tómas
Jónsson 300.-, um Oskar Jónsson 1.000.-,
um Björgvin Guðnason 500.-, um Helga
Einarsson 300.-um Kristófer P. Guðnason
300.- og Sigríði Jónsdóttur 334.-. Áheit fr
N.N. 5.000,-
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
-224-