Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 309
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Jón Þorsteinsson,
Rifshalakoti
Jón Þorsteinsson var fæddur í
Garðakoti í Mýrdal 17. febrúar 1912.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurlín
Erlendsdóttir frá Hvoli í Mýrdal og
Þorsteinn Bjarnason frá Hraunbæ í
Alftaveri. Þau hjón bjuggu í Garðakoti,
og var Jón næstelstur af 10 börnum
þeirra. Af þeim komust átta til full-
orðinsára, sem öll lifa Jón. Þau eru
Marta, Sigríður, Elísabet, Gróa Ragn-
hildur, Sigríður Jóna, Eyjólfur Oskar
og Guðjón. Tvö yngstu systkinin,
Kristín Magnea og Kristján Magnús
dóu í æsku.
Jón var alinn upp við öll venju-
bundin störf heima í Garðakoti, þar
sem vinnan og baráttan fyrir lífs-
björginni mótaði persónu hins unga
manns allt frá upphafi. Tækifæri til
skólanáms buðust ekki umfram hefð-
bundna barnafræðslu sveitarinnar, og
ungur fór Jón í verið til Vestmannaeyja
og sótti þangað margar vertíðir. 1 landi
stundaði hann vegavinnu og fleiri störf
á sumrin fram eftir árum, en átti heim-
ili í foreldrahúsum í Garðakoti fram til
1947. Hinn 8. nóvember það ár kvænt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sigurlaugu Björnsdóttur Eiríkssonar
bónda í Svínadal í Skaftártungu og
konu hans Vigdísar Sæmundsdóttur.
Þau Jón og Sigurlaug hófu þegar
búskap á Litlu-Hólum í Mýrdal, og
bjuggu þar óslitið í 9 ár, en fiuttust að
Rifshalakoti í Ásahreppi 1956. Þar
breyttu þau húsalausri eyðijörð í mynd-
arlegt býli á nokkrum árum, brutu land
til ræktunar, fjölguðu skepnum og
bjuggu vel að sínu næstu áratugi. Þeim
varð auðið fjögurra barna. Elstir voru
tvíburar, drengur sem dó í fæðingu og
Björn, sem er búsettur f Rifshalakoti,
því næst Sigurlín sem þar hefur einnig
átt heima að mestu, og yngst er Vigdís
sem býr á Seljavöllum undir Eyja-
fjöllum, gift Grétari Oskarssyni. Barna-
börn Jóns og Sigurlaugar við lát hans
voru tjögur og langafabarn eitt.
Jón var heilsuhraustur og gekk í
öll bústörf fram undir áttrætt. Hann
lamaðist í kjölfar veikinda 1992 og var
bundinn við hjólastól eftir það og ó-
vinnufær. Þá tók við dvöl í sjúkrahús-
um annað veifið, en lengstum dvaldi
hann þó heima í Rifshalakoti við nær-
færna umönnun sinna nánustu. Jafn-
framt þeirri umhyggju fékk hann notið
þess að fylgjast með búi sínu og starfs-
önnum heima fyrir, sem án efa léttu
honum þunga raun veikindanna.
Röskan helming ársins 1997 var hann á
Kumbaravogi, en fluttist í júní 1998 á
Dvalarheimilið Lund á Hellu. Jón lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 15.
júlí 1998, 86 ára að aldri. Hann var
jarðsettur í Odda 24. júlí 1998.
Si: Sigurður Jónsson í Oclda
-307-