Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 222
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
Rakel Sif Ragnarsdóttir, Hreiðar Þormarsson, Hrafn
Einarsson, Arni Þór Jónsson, Hjalti Omarsson, Elín
Mjöll Lárusdóttir og Anna Rún Einarsdóttir, fermd í
Stórólfshvolskirkju 1. sunnudag eftir páiska, 19. apríl
1998, kl. 10.30.
og í Stórólfshvolssókn 734.
Almennar guðsþjónustur í prestakallinu
voru samtals 34, helgistundir samtals 7 og
barnasamkomur 29 talsins. Skírð voru 17
börn og fermingarbörn voru 24
á árinu. Hjónavígslur voru 8 og
jarðsettir voru 11. Safnaðarstarf
var með svipuðum hætti og
undanfarin ár. Kirkjukórarnir
lögðu fram mikið starf í
söngæfingum og kirkjusöng við
guðsþjónustur og jarðarfarir
undir stjórn organistanna Mar-
grétar Runólfsson og Gunnars
Marmundssonar. Barnastarfið
var vikulega á laugardögum
kl.ll f.h. yfir vetrarmánuðina í
Stórólfshvolskirkju. Fyrri hluta
árs önnuðust barnastarfið í sam-
einingu sóknarpresturinn (sr.
Sváfnir) og Gunnar Marmunds-
son en haustmánuðina og fram
að jólum sóknarpresturinn (sr.
Önundur) og Auður Halldórs-
dóttir. Fermingarfræðsla fór fram
eftir skólatíma í Grunnskólanum á
Hvolsvelli, vikulega frá miðjum október
1997 fram í apríl 1998, en einnig að hluta í
sóknarkirkjunum.
I Stórólfshvolskirkju voru 3
fermingarathafnir: A skírdag, 9.
apríl, voru fermdar 4 stúlkur og
I. sunnudag eftir páska, 19.
apríl, voru fermd 7 börn í guðs-
þjónustu fyrir hádegi og 5 börn
eftir hádegi. í Breiðabólstaðar-
kirkju voru fermdar tvíburasyst-
ur á skírdag, en 6 drengir 31.
maí, á hvítasunnudag, sem lengi
hefur verið hinn hefðbundni
fermingardagur í Fljótshlíð.
Sóknarnefndarfólk og starfs-
fólk kirknanna í öllum sókn-
unum var það sama og árið áður.
Undir forystu sóknarnefnda var
áfram unnið að endurbótum og
viðhaldi allra þriggja kirkna
prestakallsins árið 1998. Breiða-
bólsstaðarkirkja var máluð að
utan og var það lokaáfangi þeirra
Örvar Rafii Hlíðdal, Sveinbjörg María
Dagbjartsdóttir, Sigþór Arnason, Mónika Elísabet
Kjartansdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir, fermd í
Stórólfshvolskirkju 1. sunnudag eftir páska, 19. apríl
1998, kl. 13.30.
-220-