Goðasteinn - 01.09.1999, Page 307
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Ingvar Þórðarson var eftirminni-
legur maður í mörgu tilliti. Ævistarf
hans var langt og á köflum strangt, og á
honum hvíldu löngum þungar skyldur
og ábyrgð, sem hann reis undir af að-
dáunarverðum dugnaði, karlmennsku
og kjarki, jafnt óharðnaður unglingur
sem lífsreyndur öldungur. Umhyggja
hans fyrir sínum nánustu stóð framar
öðru í lífi hans, seint og snemma, og
hann mat þarfir fólks síns meira og
skipaði þeim ofar en eigin þrám og
löngunum, tilfinningaríkur maður og
hjartahlýr.
Fljótshlíðin fagra var honum afar
kær, og heima á Hlíðarenda voru þau
hjón ásátt um að hvíla saman að lok-
inni lífsgöngunni. Höfuðborgin stóð
honum þó alltaf nærri hjarta, og ævi-
skeið hans var á margan hátt samofið
vexti og framförum Reykjavíkur.
Haustið 1907 var Reykjavík aðeins
þorp, en óx hröðum skrefum fyrir mátt
vinnufúsra handa þeirrar kynslóðar
sem trúði á framfarir og menningu í
byggðinni við sundin blá. Ingvar var
heill og sannur fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar, og dró ekki af sér í umsköpun
Reykjavíkur úr bæ f borg.
Barn að aldri stóð hann á Lækjar-
torgi kaldan vetrardag, hinn 1. desem-
ber 1918 og sá íslenska fánann blakta
við hún á Stjórnarráðshúsinu, tákn
frelsis og fullveldis þjóðarinnar. Ungur
maður tók hann þátt í og varð vitni að
tækniundri rafvæðingarinnar, sem
umbylti lífskjörum Islendinga ásamt
bættum og breyttum samgöngum. Þetta
ævintýri 20. aldarinnar lifði Ingvar, og
þess naut hann til hins ítrasta. Honum
var um leið ljós saga og menning þjóð-
arinnar, og sveitalífið varð einnig stór
hluti af honum sjálfum. Fljótshlíðin og
Rangárþing var tengt þeirri heild órofa
böndum, og þangað leit hinn fram-
sækni nútímamaður um öxl og fann þar
hvíld og skjól þegar löngum ævidegi
tók að halla.
Ingvar var heilsuhraustur maður
alla tíð, og varð sjaldan misdægurt
þrátt fyrir strangan vinnudag og mikið
álag oft á tíðum. Þeim Svövu auðnaðist
ineð gagnkvæmri hjálpsemi og vakandi
umhyggju að halda heimili frain á
gamals aldur. Ingvar var henni mikil
stoð og stytta í veikindum hennar síð-
ustu mánuðina, þótt heilsu hans sjálfs
hefði nokkuð hrakað. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 27.
desember 1998, 91 árs að aldri. Útför
hans var gerð að Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð 9. janúar 1999.
Sr. Sigurður Jónsson í Odcla
Jón Árnason í Bala
Jón Árnason fæddist í Bjarnar-
eyjum á Breiðafirði 12. ágúst 1926.
Foreldrar hans voru Ragnheiður Sig-
-305-