Goðasteinn - 01.09.1999, Page 325
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
og varð sjaldan misdægurt. Sjónin tók
að daprast henni síðustu misserin, og
undanfarið ár var hún ekki lengur fær
um að prjóna. Með hjálpartækjum gat
hún þó lesið sér til gagns uns yfir lauk.
Hún hafði kennt sér lasleika og lagðist
inn á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi í
nóvemberlok, þar sem heilsu hennar
fór hrakandi. Þar lést hún hinn 17. des-
ember 1998, á hundraðasta aldursári.
Utför hennar fór fram frá Oddakirkju 2.
janúar 1999, en jarðsett var sama dag í
Arbæ í Holtum.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
|i
?%' jé
■-1 f
Sigurbergur Magnússon
frá Steinum
Sigurbergur fæddist 13. ágúst 1916
í Steinum í A-Eyjafjallahreppi foreldr-
um sínum, hjónunum Magnúsi Tómas-
syni frá Hrútafelli og Elínu Bárðar-
dóttur frá Raufarfelli og var fimmti í
röð 9 systkina og einnar fóstursystur,
en eftirlifandi eru Óskar, Katrín, Vigdís
og Kristbjörg.
Heimilið var menningarheimili
sveitarinnar, þar sem fólkið hittist,
síminn kom nær fyrst til í sveitinni og
bærinn var og er í þjóðbraut, þar sem
nær hverja stund voru gestir, og ham-
ingja stórrar fjölskyldunnar var að taka
móti og veita af mikilli gestrisni. Börn-
in lærðu til allra verka af foreldrum
sínum, bóndanum og höfðingjanum
Magnúsi og húsmóðurinni og ljósmóð-
urinni með lækningahendurnar, Elínu,
sem mátti ekkert aumt vita, að hún
vildi ekki bæta úr eða styrkja.
Bergur eins og hann var alltaf kall-
aður, var snemma sá, sem tók á móti
hestum ferðamanna og laðaðist að
þeim, fékk folald í fermingargjöf sem
hann síðar tamdi og skipti síðan á við
föður sinn og fékk gæðinginn Prata.
Það var síðan Bergur sem oftast var
kallaður til að fara ríðandi með skila-
boð eða sendingar frá foreldrum sínum
og varð hann þannig þessi sérstaki
hestamaður, sem við öll þekktum, sein
náði þeim hrossum sem aðrir áttu erfitt
með að ná í og tamdi með svo leikandi
léttri hendi og áræðni.
Bergur mótaðist af báðum foreldr-
um sínum, gekk til allra útiverka, þar
sem vinnan með hrossunum var honum
auðveldust, fór á vertíð til Vestmanna-
eyja, en var þó mest heima og sótti
vinnu þaðan, einkum við vegagerð og
hleðslur. Faðir hans dó 1941 og bjó þá
Elín með börnum sínum sem heima
voru, þar til Bergur tók við búinu 1948
með eiginkonu sinni, Elínu Sigurjóns-
dóttur frá Pétursey í Mýrdal, en þau
giftu sig það ár. Eftir það voru þau
alltaf nefnd saman, Bergur og Ella í
Steinum, þau tvö saman, hún sem veitti
svo endalaust í eldhúsinu sínu, sem
-323-