Goðasteinn - 01.09.1999, Qupperneq 287
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Björg Jóhanna Jónsdóttir,
Miðbælisbökkum
Björg fæddist foreldrum sínum í
Vestmannaeyjum, hjónunum Jóni
Magnússyni frá Feigsdal í Arnarfirði
og Elínu Maríu Jónsdóttur frá Granda í
Arnarfirði, en hún var elst fjögurra
systkina, en yngri eru: Asta, Guðjón,
sem er látinn og Júlíanna Kristín. Þau
hjónin unnu á vertíð í Vestmannaeyjum
og fluttu síðan til foreldra sinna, fyrst
að Feigsdal og síðan að Granda, uns
þau stofnuðu sitt heimili á Flateyri, þar
sem þau festu rætur. Jón vann við skó-
smíðar en Elín vann utan heimilisins
eftir því sem hún gat, einkum við
sjúkraskýli staðarins.
Fimmtán ára varð Björg að takast
á við lífsbaráttuna með því að afla
heimilinu og sér tekna. Hún vann víðs
vegar, fór í síld á Siglufirði, vann í
Reykjavík, t.d. við fatasaum og hann-
yrðir, sem eins og léku við huga hennar
og hendur. Hún kynntist Oskari Jún-
íussyni í Reykjavík. Þau giftust en slitu
síðar samvistum. 1958 réðst hún að
Miðbælisbökkum til Óskars Ketils-
sonar og giftust þau það ár. Hún varð
húsmóðir heimilisins á Miðbælisbökk-
um, sem gætti alls af svo mikilli snyrti-
mennsku og trúnaði. Börnin þeirra
fæddust hvert af öðru, Guðrún María
1959, Jón Ingvar 1961 og Steinar
Kristján 1965. Björg lagði sig alla fram
í móðurhlutverkinu. Elska hennar til
barnanna umvafði þau. Hún saumaði
nær öll föt á börnin sín, stundum úr
eldri fötum og einnig á aðra, t.d. tæki-
færiskjóla, sem þóttu sérstakir í sniði,
hagleik og vandvirkni í saumaskap.
Hún var hreinskiptin og oft ákveð-
in, sagði sína skoðun, en vildi þó ætíð
vera mannasættir. Hún var trúuð,
kenndi börnunum sínum bænir og hélt
fast við sína barnatrú, sem var hennar
einkamál, tengt svo rnörgu sterku frá
æsku hennar, sem hún minntist og hélt
tryggð við. Það var svo margt gott fyrir
vestan, ilmur úr grasi, niður lækja og
nálægð sterkra fjalla, sem hafði mótað
viðhorf hennar til lífsins og var í frá-
sögnum hennar til barnanna, sem hún
elskaði með sínum umvefjandi móður-
kærleika. Þannig leið lífsdagurinn
hennar Bjargar við iðju húsmóðurinnar
á heimilinu, svo oft við eldhúsglugg-
ann, þar sem fjöllin blöstu við, aldrei
án starfa og seinni árin æ meir við
hannyrðir, að hekla og sauma.
1993 missti hún mann sinn og kom
þá yngsti sonurinn Steinar Kristján
heim frá vinnu hjá Pósti og síma í
Reykjavík og tók við bústörfum og því
hlutverki að annast móður sína. Þau
gerðu það öll, börnin hennar og tengda-
börn og síðan barnabörnin tvö á sinn
hátt, Birgir Óskar og Anita Björg, sem
urðu gleðigjafar hennar. Hún hafði til
langs tíma verið sjúklingur án þess að
tala um það. Hún hafði farið að
-285-