Goðasteinn - 01.09.1999, Page 322
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
mikilli alúð og ánægju. Hann var mikill
dýravinur og naut þess að annast um
skepnur, sem hann gerði af fágætri
natni og samviskusemi. Snemma hafði
hann öðlast nokkra tilsögn í burðar-
hjálp við skepnur hjá granna sínum,
Einari Guðmundssyni í Bjólu, og lengi
nýttist honum sú kunnátta er hann,
boðinn og búinn, var kallaður til slíkra
verka á nágrannabæjunum.
Fleira var honurn til lista lagt sem
samferðamennirnir sóttu til hans, því
um langt árabil klippti hann menn, og
hefði, að sögn þeirra er til þekktu, vel
getað hugsað sér nám í hárskeraiðn,
þótt ekki léti hann þann draum rætast.
Ólafur var alvörumaður, trúaður
og treysti á vernd Guðs og leiðsögn á
vegferð sinni. Hann var fremur hæ-
verskur maður og hlédrægur sem barst
ekki á, en uppskar traust og virðingu
samferðamanna sem kynntust heilind-
um hans og falsleysi. Sjálfúr var hann
ekki allra, eins og hent getur um geð-
ríka og skoðanafasta menn, en var engu
að síður vinafastur og félagslyndur.
Ólafur var bókhneigður og víða heima,
las einkum þjóðlegan fróðleik og bæk-
ur um hesta. Hann var söngelskur, og
fyrr á árum söng hann um skeið með
Karlakór Rangæinga.
Ólafur hélt heimili með systkinum
sínum, þeim Sigurði, Guðjóni og Sig-
ríði á Bjargi eftir lát foreldra sinna í
tæpan aldarfjórðung, og stóð fyrir búi
þar í félagi við þau Guðjón og Sigríði,
en Sigurður stundaði vörubílaakstur.
Guðjón lést 1975 og nokkru eftir fráfall
Sigríðar síðla árs 1989 fluttist Ólafur á
Dvalarheimilið Lund á Hellu, þar sem
hann átti heima síðan, og naut um-
hyggju og hjúkrunar, eftir því sem
vaxandi þörf krafði. Hann var þó bæri-
lega ern Iöngum, glaðlegur og skraf-
hreifinn, en síðustu vikurnar var svo af
honum dregið að hann vistaðist loks í
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Ólaf-
ur lést þar hinn 21. febrúar 1998, 94
ára að aldri. Útför hans fór fram frá
Oddakirkju 28. febrúar 1998.
Sr. Sigurður Jónsson í Odcla
Páll Magnússon,
Hvassafelli
Hann fæddist 27. nóvember 1922 í
Steinum í A.-Eyjafjallahreppi foreldr-
um sínum, hjónunum Magnúsi Tómas-
syni frá Hrútafelli og Elínu Bárðar-
dóttur frá Raufarfelli og var yngstur 9
systkina og einnar fóstursystur.
Börnin lærðu til verka og lögðu til
heimilisins allt sitt. Páll var snemma
hirðir í orðsins fyllstu merkingu, sá
sem gekk til allra starfa af trúnaði og
samviskusemi og þótti vænt um að
-320-