Goðasteinn - 01.09.1999, Page 332
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
urstarfa. Það sýnir og sjálfstæði hennar
og framtak að 65 ára að aldri tók hún
bílpróf og eignaðist bíl sem hiin fór á
allra sinna ferða eftir það alveg fram á
efstu ævidaga. Þannig var hún í flestu
sjálfri sér nóg, enda þótt hún nyti líka
umhyggju og félagsskapar ástvina
sinna og vinkvenna í nágrenninu, sem
hún átti með góðar stundir.
Sóley missti Jón mann sinn árið
1985 og eftir það rak hún sjálf búið í
Garðsauka um skeið, uns dóttursonur
hennar tók þar við búi. Sóley ferðaðist
allmikið á síðustu árum, heimsótti m.a.
dóttur sína og tengdason tvívegis til
Svíþjóðar meðan þau voru þar búsett.
Hún fór einnig í félagsskap aldraðra til
Portúgal og aðeins um tveimur vikum
fyrir andlát sitt fór hún í nokkurra daga
ferðalag um Snæfellsnes, og lét þá ekki
lasleika aftra sér, ákveðin og fylgin sér
sem jafnan áður. Sóley var unnandi
söngs og tónlistar og gat notið slíkra
stunda með sjálfri sér, - var á vissan
hátt hlédræg, þrátt fyrir glaðværð sína
og félagslyndi.
Síðari árin, þegar heilsan tók að
bila, dvaldi Sóley oft hjá dóttur sinni
og tengdasyni á Selfossi. Sú var og
venja hennar á hverjum jólum og öðr-
um hátíðum eftir að hún missti mann
sinn. Þegar hún var barn dreymdi hana
minnisstæðan draum. Henni fannst hún
standa við langan stiga með mörgum
þrepum og henni fannst þessi stigi
liggja alla leið til himna. Hún hugsaði
um það síðar að sér hefði láðst að telja
þrepin, sem gætu hafa táknað æviárin
hennar. Nú þarf þess ekki lengur með.
Hún hefur gengið lífsstigann sinn til
enda. Þá leið gekk hún vonglöð og
æðrulaus við styrk trúar sinnar og
heilög bænarmál. Sóley lést á heimili
sínu á Hvolsvelli hinn 7. júlí 1998, rétt
rúmlega 87 ára að aldri. Útför hennar
fór fram frá Stórólfshvolskirkju laug-
ardaginn 25. júlí 1998.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson
Stefán Þórðarson frá
Hrauk
Stefán Þórðarson var fæddur í
Hrauk í Þykkvabæ 26. febrúar 1914.
Foreldrar hans voru bæði ættuð úr
Þykkvabæ, Pálína Erlingsdóttir og
Þórður Stefánsson.
Stefán átti tvö systkini, Inga og
Ingibjörgu sem dó sex mánaða gömul.
Stefán ólst upp í Þykkvabæ. Hann
var heima á sumrin en á vertíðum á
vetrum. Hann fluttist til Þorlákshafnar
árið 1953 og bjó þar í þrjátíu ár, sótti
sjóinn og vann í landi. Þegar hann
komst á eftirlaun fluttist hann til
Reykjavíkur og varð vaktmaður hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur á Lækjar-
torgi. Hann sýndi hvarvetna dugnað í
-330-