Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 323
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
vera trúað fyrir og treyst. Einkum var
það gleði hans að gæta fjárins, þar sem
sauðburðurinn var ævintýrið sem mest
var hlakkað til. Hann fór á vertíð til
Vestmannaeyja svo snemma sem hann
hafði aldur til og síðan á hverjum vetri
þar til hann giftist 1951 eftirlifandi
konu sinni, Vilborgu Sigurjónsdóttur
frá Núpakoti. Þau stofnuðu nýbýlið
Hvassafell úr landi Steina og byggðu
sér fyrst útihúsin og síðast íbúðarhúsið
1956, en fram að þeim tíma áttu þau
heimili sitt í Steinum. Tíminn sem í
hönd fór voru dagarnir þeirra Vilborgar
og Páls með börnunum sínum, en þau
eru: Guðlaug, Bergur, Elín, Rútur,
Sigurjón, Jón Þormar og Páll Magnús.
Þegar Páll sótti vinnu að heiman, stóð
Bogga að búinu með börnum sínum og
sumarbörnum, uns börnin fluttu smátt
og smátt að heiman og stofnuðu sín
heimili, öll nema Páll Magnús sem tók
við búi foreldra sinna 199E
Páll var sérstakur búmaður, góður
bóndi og heimilisfaðir, nærgætinn og
traustur. Hann var verkmaður, þannig
að öll störf léku í höndum hans, innan
dyra og utan. Og alltaf var það með
sama huganum, hvernig best og hag-
kvæmast væri unnið og það að iðja,
láta ekki tímann fara til ónýtis.
Páll varðveitti hæfileikann til að
hlakka til og kunna að gleðjast, oft yfir
litlu. Þess vegna átti hann einnig svo
auðvelt með að mæta börnunum sem
faðir, afi og vinur, hlusta á þau með
skilningi og umhyggju, sem börnin
fundu. Hann virtist oft dulur, en í mín-
um huga var það eðlislæg hógværð
hans. Hann var hreinskiptinn og sagði
sína meiningu skorinort ef honum
fannst við þurfa.
Páll hafði ekki verið heill heilsu 2
síðustu ár, en um það ræddi hann ekki,
og svaraði alltaf þegar hann var
spurður að sér liði vel. 5. mars 1998 fór
hann á Sjúkrahús Suðurlands til
rannsóknar og 8. mars andaðist hann.
Utför hans fór fram frá Eyvindarhóla-
kirkju 14. mars.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
Sigríður Tyrfingsdóttir,
Litlu-Tungu
Sigríður Tyrfingsdóttir var fædd í
Artúnum á Rangárvöllum 8. september
1899, og sleit þar barnsskónum í hópi 5
bræðra, en sjálf var hún næstyngst.
Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís
Þorsteinsdóttir, sem alin var upp í
Búðarhólshjáleigu í Austur-Landeyj-
um, og Tyrfingur Tyrfingsson frá Jaðri
í Þykkvabæ. Þau hjón bjuggu í Ar-
túnum frá 1891 til 1921 en fóru þaðan
vegna ágangs vatna, sem iðulega
spilltu heyskap og flæddu um penings-
-321-