Goðasteinn - 01.09.1999, Page 294
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Guðmundur Jónsson
frá Akri
Guðmundur Kristinn Jónsson, eins
og hann hét fuÉu nafni, var fæddur á
Bókhlöðustíg 8 í Reykjavík 12. ágúst
1910 og lést á dvalarheimilinu Lundi á
Hellu 23. maí 1998.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir, en hún
var ættuð frá Moshvoli í Hvolhreppi.
Systkini Guðmundar voru fjögur, þau
Olafur Oskar, Jónína, Ingigerður og
Sigurður. Hálfsystkini hans, samfeðra,
voru Guðjón, Rannveig, Jón og Guð-
rún. Guðmundur Kristinn er síðastur til
að kveðja af þessum systkinahópi.
Fyrstu bernskuárin ólst Guðmund-
ur upp hjá foreldrum sínum í Reykja-
vík, en á áttunda ári var hann sendur í
sveit til fósturs að Vestri-Garðsauka í
Hvolhreppi, þar sem Jón hálfbróðir
hans var fyrir. Olst hann þar upp hjá
hjónunum Einari Einarssyni og Þor-
gerði Jónsdóttur fram til 17 eða 18 ára
aldurs. Tvær vertíðir var hann í Vest-
mannaeyjum á þessum árum, en um
tvítugsaldur lá leið hans aftur til
Reykjavíkur. Var þá bílaöld nýlega
hafin að nokkru marki og mun Guð-
mundur, eins og svo margir ungir menn
á þeim tíina, hafa heillast af þeirri nýju
tækni og framfaramöguleikum sem þá
opnuðust í flutningum og samgöngu-
málum. Hann tók meirapróf til bif-
reiðaaksturs og vann síðan við akstur
hjá fyrirtækinu Kol & Salt í Reykjavík
um margra ára skeið.
En Guðmundur kvæntist hinn 1.
júlí árið 1937 Pálínu Sigurðardóttur frá
Núpsseli í Miðfirði í Vestur-Húna-
vatnssýslu og stofnuðu þau heimili sitt
í Reykjavík og bjuggu þar um 13 ára
skeið. En alltaf mun sveitin hafa átt
sterk ítök í Guðmundi og innra með
honum blundað þrá eftir nánari snert-
ingu við móður jörð og það líf sem hún
elur og nærir, og hann hafði kynnst á
æsku- og unglingsárum í Vestri-Garðs-
auka. Og þar kom að hann lét draum
sinn rætast þegar hann árið 1950 réðist
í að byggja nýbýlið Akur í Hvolhreppi.
Fluttist hann hingað austur með Pálínu
konu sinni og ungri dóttur þeirra, Þur-
íði, - og tók til óspilltra málanna að
byggja og rækta land, alveg frá grunni,
á óhreyfðum móunum vestan undir
Hvolsfjalli skammt ofan við Hvolsvöll.
Þessi nýbýlisstofnun hans var hluti af
stærra verkefni, sem var uppbygging
nýbýlahverfa í allnokkrum góðsveitum
landsins og er það átak til vitnis um
þann stórhug og bjartsýni sem þá ríkti
um framtíð íslensks landbúnaðar og
íslenskra sveita. Enda fylgdi á eftir,
næstu þrjá áratugina, glæsileg upp-
bygging og ræktun um land allt sem
enn býr að, þó aðstæður hafi breyst um
sinn. En um leið varð einnig mikill
vöxtur og uppbygging og fólksfjölgun í
-292-