Goðasteinn - 01.09.1999, Page 308
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
urðardóttir og Árni Jónsson í Bjarnar-
eyjum. Þau eignuðust átta börn. Þau
eru Þórhildur, Ingibjörg, Guðbjörg,
Ester, Júlíana, Jón, Sigurður og Kristj-
ana. Þau eru öll á lífi nema Jón og
Sigurður sem dó 1970.
Árni Heiðar, sonur Þórhildar, ólst
upp hjá foreldrum Jóns og Jón leit á
hann sem uppeldisbróður.
Jón fór átta ára að heiman, til
Guðnýjar og Lárusar Daníelssonar í
Akureyjum á Breiðafirði. Hann var þar
næstu tíu árin, vann heima og sótti
sjóinn. Guðný og Lárus áttu þrjú börn
sem Jón leit á sem uppeldissystkini.
Guðný var úrvalskona og Lárus rnikill
sægarpur. Hann átti fallega báta og reri
af óbilandi kjarki hvernig sem viðraði
og hafði bróður sinn og Jón með sér.
Sjálfur var Jón kjarkmikill, duglegur,
sterkbyggður og þykkvaxinn. Hann var
stundum uppivöðslusamur enda bauð
lífið honum til átaka. En hann var líka
tillitssamur og blíður, svo sem sést af
eftirfarandi sögu sem mér var sögð að
vestan:
Jón sótti farskóla á Heinabergi hjá
Brynjólfi Haraldssyni. Honum var lýst
svo að hann tindraði af gáfum og áhuga
og hreif skólabörnin með sér. Á
Heinabergi tóku þau líka þátt í fjöl-
mennu heimilislífi og samtölum við
gesti þar sem rætt var um allt sem efst
var á baugi. Hjónin á Heinabergi,
Steinunn og Steingrímur, leyfðu börn-
unum að tuskast úti við eftir skólatíma,
til að fá útrás fyrir skap sitt og dugnað.
Einu sinni að vorlagi flugust Jón og
félagi hans á af ákafa og slengdu hvor
öðrum í íhleypuna svo hvergi sást í þá
fyrir forinni. Jón vildi ekki koma svo
óhreinn heim til Steinunnar húsfreyju
og þótt vorið væri með svalasta móti
þvoði hann sig og föt sín í læknum,
hengdi fötin til þerris og kom fáklædd-
ur en tandurhreinn heim.
Skólaganga Jóns var ekki löng, en
hún var vönduð.
Átján ára fór Jón til Reykjavíkur.
Hann stundaði ýmis störf, á Álafossi,
við byggingu Morgunblaðshússins, á
bílaverkstæði Ræsis og fór svo til sjós.
I Reykjavík hitti hann Svövu Árnadótt-
ur frá Bala í Þykkvabæ þar sem hún
vann með systur hans í matsölu í Þing-
holtsstræti. Þau gengu í hjónaband hinn
10. júlí 1948. Fyrst bjuggu þau í
Reykjavík en fluttust í Bala 1953 og
bjuggu þar síðan. Foreldrar Svövu bjug-
gu á sama hlaði og fleiri ættingjar hen-
nar í kring. Jón og Svava stunduðu þann
búskap sem tíðkaðist í Þykkvabæ, höfðu
kýr og kindur, svín, hænsni og
kartöflurækt. Jón veiddi á stöng í Hólsá,
óð ána vítt og breitt og fáir hefðu leikið
það eftir honum og hann komst oft í
hann krappan. Hann hugði að strau-
mum, aðfalli og útfalli og var ákaflega
fiskinn, enda átti það hug hans allan.
Börn Jóns og Svövu eru Sæ-
mundur, Árni, Margrét, Ragnheiður,
Elín, Loftur Andri og Pálmi. Jón átti
dóttur áður en þau Svava hittust,
Guðrúnu Láru, sem fæddist 1944 og dó
1997.
Jón og Svava fluttust að Lundi á
Hellu í október 1997 þegar Jón treysti
sér ekki lengur til búskapar. Hann dó á
Borgarspítalanum í Reykjavík 10. apríl
1998 og var jarðsunginn frá Þykkva-
bæjarkirkju 17. apríl.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Kirkjuhvolsprestakalli
-306-