Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 5
INNGANGUR
Heitið.
Heitið „Samstofna guðspjöllin“ er haft um þrjú fyrstu guð-
spjöllin í Nýja testamentinu, Matteusarguðspjall, Markúsarguð-
spjall og Lúkasarguðspjall.3) Það á að svara til orðanna
„Synoptisku guðspjöllin“, sem nú er með flestum menningar-
þjóðum sameiginlegt nafn á þessum ritum. En lýsingarorðið
„synoptiskur" er dregið af griska nafnorðinu „synopsis“
(avvoyjig), heildaryfirlit, og merkir í þessu sambandi, að
sama efnisj'firlil fáist í aðaldráttum vfir þessi guðspjöll.
Þau hafa að geyma margar hliðstæðar frásagnir um athurði
í lífi Jesú, orð hans og ræður. Þau mvnda að því leyti eina
heild, enda þótt þeim heri sumstaðar í milli og hvert þeirra
um sig sé með sínum séreinkennum, og þau verða hezt skjTð
og skilin með því að virða þau fvrir sér hlið við hlið. Þessari
afstöðu þcirra innhvrðis á einnig að lýsa með islenzka orðinu
„samstofna“. Meginstofn þeirra er að miklu samvaxinn, en
greinar og kvistir hreiðast út frá honum. Síðara orðið í heit-
inu, „guðspjöll“, er upphaflega af „góðspjall“, sem er þýðing
á „evangelium“ (á grísku evayyéhov), þ. e. „fagnaðarerindi“.
En svo nefndi frumkristnin þegar hinn mikla gleðiboðskap
um guðsríki, sem Jesús flutti með orðum sínum og öttu lífi,
og ])ó einkum með dauða sínum og upprisu. Mun hugtakið
runnið frá Gamla testamentinu, sbr. t. d. Jes. 61, 1 (hebr.
basar = flvtja góð líðindi). Guðspjallið var í fyrstu að dómi
kristinna manna aðeins eitt. Hvert guðspjallsrit um sig var
ekki annað en mismunandi framsetning á því. Þeim var gef-
inn öllum sami titillinn, guðspjall, ogbætt við orðunum: „Eftir
Malteusi, Markúsi, Lúkasi o. s. frv., þ. e. a. s. þetta var guð-
spjallið eftir því, sem hverjum þessara manna um sig sagð-
ist frá. En snemma er farið að hafa þennan titil um frásögn
1) Skammstöfuð hcr eftir Matt., Mark., Lúk.