Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 6
6
um æfi Jesú, og svo gerir Jústínus píslarvottur í „Trúvörn“
sinni skömmu eftir 150.
Fjórða guðspjallið, Jóhannesarguðspjall, er ekki talið til
Samstofna guðspjallanna, sökum sérstöðu sinnar. Það er ó-
líkt þeim að efnisvali, formi og stíl. Það segir aðallega frá
kenningu Jesú í Jerúsalem, en lítt frá starfi lians í Galíleu,
sem þau skýra frá. Það hefir þau að bakhjarli, byggir ofan
á frásögn þeirra. Það er fræðslurit í sögubúningi fremur en
eiginlegt sögurit. Jafnvel í fornkirkjunni var ýmsum mönn-
um ljós hinn mikli munur á því og hinum guðspjöllunum.
Einn hinna fornu feðra, Ivlemens frá Alexandríu (dáinn um
216), lýsti muninum svo, að þegar þrír fyrslu guðspjallamenn-
irnir hefðu sett fram „líkamlegu hliðina“ á guðspjallssögunni,
þá hefði Jóhannes skrifað „andlegt“ guðspjall. Það er fegursti
vitnisburður um trúarreynslu i samfélagi við Ivrist. Þróun
frásagnanna um Jesú er komin lengst þar og liefir mótazt
mest af trúnni á liann upprisinn og uppstiginn til himins.
Þó er engan veginii það djúp staðfest milli Samstofna guð-
spjallanna og Jóhannesarguðspjalls, sem margir fræðimenn
hafa viljað vera láta, heldur er þar um mikinn skjddleika
að ræða einnig frá sögulegu sjónarmiði.
Samanburður Samstofna g'uðspjallanna.
Mjög snemma var farið að bera saman guðspjöllin fjögur.
Var það gert til þess, að fá sem fyllsta frásögn um kenning
.Tesú, líf og dauða og upprisu, en ekld i þeim tilgangi að meta,
hvaða frásögn eða hvert orðalag myndi réttast. Slik gagn-
rýni var þá fjarri jnönnum. Fyrstu samanburðarritin með
þessum liætti, sem um er kunnugt, eru frá 2. öld ofanverðri,
eftir Þeófílus frá Antíokkíu og Tatían hinn sýrlenzka. Hann
setti saman á Sýrlandi mikið rit úr öllum guðspjöllunuin,
bræddi þau saman i eina heild, sem nefnd var Díatessarón
(zlta TeaoÚQwr) eða Fjögraguðspjallaritið. Hefir þesskonar sam-
hræðsla lialdizt síðan allt fram á vora daga og mörg rit
verið saman tekin, guðspjalla „harmoníur“, svonefndar. Ein
jieirra var prentuð hér á landi seint á 17. öld og náði mikilli
lithreiðslu 2 næstu aldirnar. Píslarsaga guðspjallanna, sem
enn er víða lesin í kirkjunum á föstunni, er kafli úr slíkri
liarmoniu.