Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 12
12
vísu er langt frá því, að öll þessi vers séu eins í guðspjöllunum,
en efnisskyldleiki þeirra er svo mikill og angljós, að réttmætt
er að tala um samstofna guðspjöll. Enda eru sameiginlegu
kaflarnir að meira og minna levti uppistaða þeirra allra. Þeir
eru i raun og veru guðspjall einir sér, þótt ekki væri annað,
og það meira að segja samstætt guðspjall. Þarf ekki nema að
renna augunum vfir fyrirsagnir þeirra til þess að sjá, að svo
muni vera.
Þá eru allmargir kaflar sameiginlegir með Markúsarguð-
spjalli og Matteusarguðspjalli einum, um 167 vers í Markús-
arguðspjalli. Að sönnu er erfitt, og enda óldeyft að afmarka
töluna skýrt, því að í Lúk. eru oft i öðru sambandi ýmsir
kaflar, sem minna á þessi vers. En til 115 versa a. m. k. af
þessum 167 vantar hliðstæður í Lúk. Þessi 115 sameiginlegu
vers eru kaflar og vers, sem hér segir:
Dauði Jóhannesar skírara: Mark. 6, 17—29. Matt. 14, 3—12.
Gangan á vatninu: Mark. 6, 45—51. Matt. 14, 22—27, 32.
Lending við Genesaret: Mark. 6,53—56. Matt. 14, 34—36.
Deila um hreint og óhreint: Mark. 7, 1, 5—23. Matt. 15, 1—11,
15—20.
Jesús og kanverska konan: Mark. 7, 24—31. Matt. 15, 21—29.
Mettun fjögra þúsunda: Mark. 8, 1—10. Matt. 15, 32—39.
Súrdeig Farísea og Saddúkea: Mark. 8, 13 n, 16—21. Matt. 16,
5—12.
Samræður eftir ummyndunina: Mark. 9, 9—13. Matt. 17, 9—13.
Um hjúskap og hjónaskilnað: Mark. 10, 1—11. Matt 19, 1—9.
Jesús og Zebedeussynir: Mark. 10, 35—40. Matt. 20, 20—23.
Fíkjutré visnar: Mark. 11, 12—14, 20—22, 24 n. Matt. 21, 18—
22; 6, 14.
Smurningin í Betaníu: Mark. 14, 3—9. Matt. 26, 6—13.
Mark. 1, 6 Matt. 3, 4. Mark. 4, 33 n ^ Matt. 13, 34 n.
Mark. 9, 43, 47 ^ Matt. 18, 8 n. Mark. 13, 32 Matt. 24, 26.
Mark. 14, 27 n ^ Matt. 26, 31 n.
Miklu færri vers eru sameiginleg með Mark. og Lúk., ekki
nema 43 í Mark. Eru þau þessi:
Lækning manns með óhreinan anda: Mark. 1, 23—28. Lúk.
4, 33—37.
Morgunbæn Jesú: Mark. 1, 35—38. Lúk. 4, 42 n.
Eyrir ekkjunnar: Mark. 12, 41—44. Lúk. 21, 1—4.