Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 16
10
Efnisskipun.
Efnisskipun Samstofna guðspjallanna er mjög áþekk að þvi
er kemur til kaflanna, sem standa í þeim öllum. Það sést
greinilega á fyrirsögnunum.1) Yiðburðaröðin er sumstaðar
nákvæmlega eins, sl)r. t. d. Mark. 8, 27—9, 8, Lúk. 9, 18—36,
Matt. 16, 13—17, 8, Mark. 10, 13—31, Lúk. 18, 15—30, Matt.
19, 13—30 og píslarsögukafla. Guðspjöllin setja öll upphaf
allsherjarstarfs Jesú í samband við þá trúai'breyfingu og sið-
gæðis, sem Jóhannes skírari liratt af stað. .Tesús kennir og lækn-
ar í Galíleu og nágrannaliéruðum lienjiar norðan og austanvert
við Genesaretvatnið. Jafnframt safnar hann um sig lærisveina-
hóp og sendir 12 þeirra frá sér um skeið, til þess að boða guðs-
ríki í orði og verki. Mótspyrna vex meir og meir gegn Jesú,
og eru fræðimenn og Farisear og Heródesarsinnar fremstir í
andstöðuflokki. Jesús fer burt úr Galíleu og kveður fólkið
þannig, að hann neytir með þvi kvöldmáltiðar við Genesaret-
vatnið og mettar fimm þúsundir. Hannhefir lærisveina sína með
sér og kennir þeim í kvrrþey, býr þá undir það að geta lialdið
áfram starfi sínu. Símon Pétur ber fram þá játningu, að Jesús
sé Kristur. Og ummyndun Jesú staðfestir liana. En skilning læri-
sveinanna á Messíasarköllun lians skortir enn dýpt og þroska,
svo að Jesús verður að segja þeim bvað eftir annað, að fvrir
sér liggi ekki valdabraut á lieimsins vísu, beldur eigi liann að
þjóna, líða og deyja, og lærisveinar lians slíkt liið sama. En
fyrir bandan þjáningarnar og dauðann er upprisan og lífið.
Síðan er þessu ferðalagi Jesú og lærisveina hans fyrir norðan
landamæri Galíleu snúið i för til Jerúsalem, þar sem allt þetta
bíður bans. Þá tekur við nákvæm frásögn um síðustu starfs-
daga Jesú, kvöl bans og dauðastríð og upprisuboðskapinn til
ástvina lians. Má þar rekja, hvað gerist á hverjum degi alla
vikuna frá pálmasunnudegi og fram „í afturelding fyrsta dag
vikunnar“.
Þetta efni er fastast ofið i Mark., en þó ekki svo, að réttri
tímaröð sé fylgt nándar nærri alstaðar. Það er jafnvel hvorki
unnt að ráða bana til hlítar af guðspjallinu né að fá ákveðna
liugmynd um það, hversu lengi allsherjarstarf Jesú hafi staðið.
Er svo einnig um bæði bin guðspjöllin. Skyldum atburðum
er raðað saman til þess að sýna annarsvegar, hvernig öfl
vonzkunnar færast í ásmegin, og hinsvegar liina miklu kær-
1) Sbr, bls. 8—11.