Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 17
17
leiksfórn Guðssonarins og sigur yfir dauðanum. Ljósi og
skugga skiftir aðdáanlega vel.
Höf. Matt. hefir þetta efni að uppistöðu í guðspjalli sínu.
Hann skipar því að sönnu niður nokkuð á annan veg framan
til, en síðar í sömu röð. Hann hirðir minna um tímaröðina
en höf. Mark. og flokkar saman flestum kraftaverkasögunum
í 8. og 9. kap. Hann fellir einnig mjög víða inn í annað efni
og hræðir það saman við, sem hezt hann má.
I Lúk. er að nokkru sama uppistaðan, en þó gætir þessa
sameiginlega efnis guðspjallanna minna þar. Röðin er að
miklu leyti eins og í 5—6 fyrstu kap. Mark., verður svo frá-
brugðin á kafla, en líkist aftur meir, er sígur á seinni liluta
guðspjallsins. Öðru efni er hætt inn í á miklu færri stöðum
en í Matt., svo að sameiginlegu efniskaflarnir haldast sem
minnst hreyttir.
Miklu meiri munur er á því, livernig höf. Matt. og Lúk.
skipa niður efninu, sem þeir hafa einir sameiginlegt, eins og
sjá má af yfirlitinu yfir það.1) Þó falla orð Jesú sumstaðar
þannig saman lijá háðum, að þau mynda samfelldar ræður:
Fjallræðuna, ræðu Jesú, er hanu sendir postulana, Þrumu-
ræðuna og Endurkomuræðuna — auk ýmsra ræðukafla lengri
eða skemmri.
Sérefni silt fella liöfundar Matt. og Lúk. inn í guðspjöll sín
og framan við þau, og eru upphöf heggja frásagnir um fæð-
ing Jesú og bernsku. Heildarsvipur þeirra verður því eng-
an veginn ólíkari fj-rir það. En frá sögulegu sjónarmiði eru
innviðir þeirra hinir sömu sem í Mark.
Orðalag’.
Samhljóðan í orðalagi er sízt minni í Samstofna guðspjöll-
unum en um efnis val og niðurskipun þess. Frásögnin er í al-
þýðlegum stil og svipar sumstaðar til sögurita Gamla testa-
mentisins, en orðaval og setningaskipun eru allvíða með he-
breskum eða aramaiskum hlæ, eins og að líkindum ræður,
þar sem Jesús mælti á aramaiska tungu. Lýsingar eru lifandi
og myndauðgar, eins og títt er i munnlegri frásögn Austur-
landabúa. Sögurnar eru oft fáorðar og gagnorðar. Tign Jesú
á að verða lesendum auðsæ af allri framkomu hans, þótt ekki
1) Sbr. bls. 13—34.
3