Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 23
MISMUNUR Á GUÐSPJÖLLUNUM
Efnisval.
Jafnframt samhljóðan guðspjallanna má finna á þeim all-
mikinn mismun og dálitla ósamhljóðan. Það verður einnig
fljótt ljóst við nákvæman lestur þeirra og samanburð.
I liverju þeirra um sig er meira og minna sérefni.
Sérefni Mark. er minnst, ekki nema 42 vers, eins og áður
hefir verið sagt. Eru þau hér og þar um guðspjallið á stangli,
en aðeins 4 sjálfstæðar frásagnir:
Dæmisagan um vöxt sæðisins: 4, 26—29.
Jesús læknar daufan og málhaltan: 7, 32—37.
Lækning blinds manns í Betsaída: 8, 22—26.
Unglingurinn með línklæðið: 14, 51 n.
Hin versin eru: 1, 1; 2, 2, 27; 3, 9, 20 n; 5, 4 n, 32; 6, 52; 7,
2—4; 9, 15 n, 21, 23 n, 29, 45, 48 n; 10, 50; 15, 44; 16, 3.
Sérefni Matt. er nálægt 300 versum. Sumir fræðimenn telja
það nokkrum versum styttra, aðrir heldur lengra. Mun síðar
í kafla um Matt. skýrt nákvæmlega frá því.1)
Sérefni Lúk. er um 500 vers og þannig fvrirferðarmesti þátt-
ur guðspjallsins. Fyrir því deila fræðimenn um það, hvort höf.
liafi fremur fellt sameign sína og Mark. inn í sérefni sitt, eða
sérefnið inn i þá sameign.2) Um ýms vers er að sjálfsögðu í
svo löngu máli nokkur ágreiningur, hvort talin skuli með eða
ekki. Þetta efni verður rakið í sérstökum kafla um Lúk.3)
Þá er sumstaðar nokkur ósamhljóðan milli guðspjallanna,
þótt þau segi frá sama efni. Þannig er ættartala Jesú allólik í
Matt. og Lúk., og ósamræmi i frásögn jæirra um bernsku
hans. Matt. segir, að foreldrar Jesú hafi flúið með hann frá
1) Sbr. bls. 262 nn.
2) Sbr. bls. 78.
3) Sbr. bls. 213 nn.