Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 26
26
FjallræÖan í 5.—7. kap. slíkt safn. Kjarni hennar er að vísu
samfelld ræða í líku formi og Lúk. 6, 20—49. En samanburð-
urinn við Lúk. sýnir það, að Fjallræðan hefir ekki upphaf-
lega verið haldin í þeirri mynd, sem segir í Matt., því að liöf.
Lúk. tilfærir ýmsa ræðukaflana í allt öðru sambandi, og væri
það óliugsandi, að liann færi svo með samfellda ræðu (sin'.
Lúk. 11„ 12., 13. og 16. kap.). Svipað er að segja um Þrumu-
ræðuna (Matt. 23, sbr. Lúk. 11., 13. og 20. kap.). og Endur-
komuræðuna (Matt. 24, shr. Lúk. 17. og 21. kap.). Ennfi’emur
cr raðað saman ræðum í þessa kap. Matt.: 10., 12.—13., 18. og
25. Höf. hætir mjög víða inn í sameiginlegt efni guðspjall-
anna þriggja, lætur liann þar efnisskyldleika ráða og flcttar
þannig saman, að hvað taki sem eðlilegast við af öðru.
Höf. Lúk. lætiir sameiginlegt efni guðspjallanna þriggja
lialda sér að mestu i löngum og samfelldum köflum: 4, 16—6,
19; 8, 4—9, 50; 18, 15—43; 19, 28—22, 13.1) Eftir það eru fast
samofnar tvennar frásagnir eða fleiri um pislir Jesú, dauða
og upprisu. Annað efni er fellt framan við, eða innan um á
þremur stöðum: Kap. 1, 1—4, 15; 6, 20—8, 3; 9, 51—18, 14
og 19, 1—27. Tilfinnanlegast er samhengið rofið á tveimur stöð-
um. I fyrra skiptið milli Mark. 3, 12 og 4, 1 Lúk. 6, 19 og
8, 4; þar setur höf. Lúk. Fjallræðuna, sögurnar um liundraðs-
liöfðingjann í Kapernaum, son ekkjunnar i Nain og bersynd-
ugu konuna, og frásagnirnar um spurningu Jóhannesar skírara
og svar Jesú og um konurnar frá Galíleu. í síðara skiptið
fellir höf. mjög mikið efni i milli Mark. 9, 40 og 10, 13 Lúk.
9, 50 og 18, 15, og á þá kaflinn Lúk. 9, 51—18, 14 að vera
einskonar ferðasaga Jesú til Jerúsalem. Yfirleitt lxirðir höf. lítt
um að flokka saman atburðum úr lifi Jesú né orðum hans,
líkt og gert er í Matt.
Orðalag'.
í hverjum sameiginlegum kafla má finna einhvern mismun
á orðalagi. Sumslaðar er hann raunar harla lítill, eins og áður
hefir verið sýnt, en víða er þó nokkur ósamhljóðan á orðavali
og' setningaskipun. Keniur þetta hvorttveggja stundum mjög
skýrt fram i sömu frásögninni. Þannig er t. d. niðurlagið á
sögunni uni lækningu lama mannsins á þessa leið:
1) Hann hefir ekki kaflann Mark. G, 45—8, 26.