Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 31
31
mannsins, þótt það komi 4 sinnum fyrir í Mark., það lét illa í
ejTum grískmenntaðra manna. Þeir hafa í þess stað venjulegri
og fegurri orð, xHvtj og xhvíðiov. í stað samtengingarinnar y.al,
og, sem gætir óvenjulega mikið í Mark. og einkennir framsetn-
inguna, Iiafa þeir allvíða smáorðið ðé (en, lieldur), sem fer þar
hetur í grísku máli. Matt. er yfirleitt enn orðfærra en Mark.,
þar sem um sömu frásögur er að ræða. Aramaiskusvipur á
málinu er mjög greinilegur víða, einkum á orðum Jesú, en þó
miklu minni en í Mark., það á að vissu leyti skyldast við mál-
venju lærifeðra Gyðinga. Orðaröð og setningaskipun eru lipr-
ust og eðlilegust í Lúk. og hera þess vitni, að höf. sé prýðilega
ritfær á grisku. Öll hafa guðspjöllin þannig ákveðin stílein-
kenni, og má víða þekkja á frummálinu orðalag þeirra hvers
um sig.
Orðaforði þeirra hefir verið rannsakaður mjög nákvæm-
lega. Þau orð og orðatiltæki, sem koma að minnsta kosti þrisvar
fvrir i Mark. en sjaldnar í báðum hinum til saman eða aldrei,
eru alls 41. Orð og orðatiltæki, sem koma a. m. k. fjórum sinn-
um fyrir i Matt. en hálfu sjaldnar i hinum til samans eða aldrei,
eru alls 95. En orð og orðaliltæki, sem koma a. m. k. fjórum
sinnum fvrir í Lúk. en liálfu sjaldnar í hinum til samans eða
aldrei, eru alls 151A) Þessi sérforði livers guðspjalls um sig
stendur eðlilega i sambandi við það, hve sérefni þeirra er
mikið.
1) Sbr. J. C. Hawkins: Horae synopticae, bls. 3—53.